Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Lélegasta þáttaka í kosningum fyrr og síðar?

Dræm þáttaka hvað. Nær væri að kalla þennan rassskell hörmulega útreið frekar en eitthvað dræmt. Verst að það þurfi ekki meirihluta atkvæðabærra manna til þess að kosningin teljist gild. Fáránleiki þeirrar umgjörðar og lagasetninga í kringum þessar kosningar setja mann hljóðann.

Að það verði hagrætt úrslitum kosninganna þannig að 40% af þeim sem sitja þingið skuli vera konur? Er ekki mesti réttur einstaklinga þessa lands að kjósa og að þeirra atkvæði verði sett í pottinn eins og þeim var skilað? Hvaða atkvæði verður ógilt til þess að 40% reglan verði uppfyllt??

Þvílíkt rugl.


mbl.is Kosningaþátttaka líklega um 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalausa sagan!!

Hvernig væri að fara eftir stjórnaskránni eins og hún er? Mér finnst þetta "dæmi" dæmalaust. Til hvers að finna upp hjólið "aftur" þegar það sem er undir hefur ekki einu sinni rúllað einn hring?

Hér er einfaldlega verið að slá ryki í augu fólks...


mbl.is Stjórnarskrá fyrir fólkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins gott að ekki var um lengri veg að fara

Þegar þyrlutíminn kostar amk. hálfa milljón þá er fáránlegt að það sé helst ekki hægt að bjarga fólki nema að það geti einnig komist í sjúkrabíl. Þá heitir það víst æfingaflug...

Nú er búið að yfirfara hina þyrluna og þá er hægt að bjarga fólki sem á þyrlu þarf að halda, úti á hafi. Það eru reglur sem segja að ekki má fljúga nema ákveðið langt yfir sjó nema að hafa tvær þyrlur, þ.e. það þarf önnur að vera til taks.

Eflaust líða síðan 3 til 6 mánuðir þar til sú sem stóð vaktina þarf að fara í yfirhalningu, það gæti staðið yfir í 6 - 9 mánuði eða svo. NB! yfir erfiðustu mánuðina til sjávar... En ekki sveita.

Þetta "björgunardæmi" þarfnast endurskipulagningar... Ef það er ekki hægt að halda þessu úti, þá á að sleppa því... Þetta er ekkert annað en falskt öryggi fyrir sjómenn á hafi úti.

 


mbl.is Sækir veikan sjómann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðnýting óbrunnins sparifés

Ríkisstjórnarflokkarnir eru komnir á sama stað og bankarnir fyrir fall þeirra, hirða fé almennings til eigin nota og fá lífeyrissjóðina, sem við eigum með hurðum og körmum, til þess að skríða upp í til sín og fjármagna fjárfestingar ríkisins.

Þessar fjárfestingar eru jafnframt þess eðlis að þær koma aldrei til með að skila arði til handa þeim sem lögðu peningana í þær. Við sem eigum þessa peninga erum í þokkabót skattpínd tvisvar til þess eins að greiða þessa þvælu, því annars fá lífeyrissjóðirnir sjálfir enga rentu á fjárfestinguna.

Nær væri fyrir þá að fjárfesta í orkuöflun og okkur hin að kaupa eðalmálma í stað þess að brenna peningum.


mbl.is Undirbúningur langt kominn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ónýtir bankar = ónýtt atvinnulíf

Það er búið að reyna að segja þessu furðulega liði sem ræður ríkjum þessa dagana að það þurfi að koma atvinnulífinu í gang.

Hvað þarf eiginlega til, til þess að Þyrnirós vakni úr dauðadáinu?


mbl.is Ótrúlegur samdráttur í fjárfestingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

42% samdráttur

Ég spyr:

Ef landsframleiðslan er að dragast um 42% hvar eru þá aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar? Ætlar hið opinbera, þ.e. ríki og bær, virkilega að reyna að halda uppi því stjórnsýslustigi sem nú er?

Það þarf að brýna kutann þar á bæ.


mbl.is Íslenska hagkerfið skreppur saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konur eiga ekki að vera heima

Þetta eru skilaboð "Jóhanns prins".

Í stað þess að gera öðru höfuði fjölskyldunnar kleift að vera heima og spara þannig skólavistun og leikskólagjöld.

Að auki myndi það létta undir atvinnuleysistryggingasjóði. Það þarf líklegast að fylla í skarð þess sem velur að sjá um uppeldi sinna barna, í stað þess að vera á vinnumarkaði.

Ég fullyrði að það eru þó nokkuð margir sem myndu velja þennan kost, ef sá möguleiki væri í boði. Og ekki kæmi mér á óvart að stór meirihluti þeirra væru konur. Það finnst "prinsinum" slæmt og sníður meira að segja sína tíund eftir því hvað "hann" telur best fyrir almúgann.

Að sjálfsögðu er "fógetinn" sama sinnis.


mbl.is Aukin skuldabyrði í skuldakreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskir einstaklingar

Þetta er alltaf sama ruglið. Einstaklingar þó íslenskir séu geta ekki skuldbundið mig og aðra til langrar framtíðar vegna sinna gjörða. Til þess þyrftu þeir að hafa óskorið umboð, sem þeir hvorki höfðu né hafa.

Að bjóðast til þess að borga féflettinguna fyrir þá er síðan algerlega til þess fallið að kóróna gullkálfinn.

Persónulega deponera ég þessari greiðslu.


mbl.is Klár og hrein tengsl Icesave og ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilgangurinn helgar meðalið

Þessi grein í euobserver er hin fróðlegasta og lyftir að hluta til grímunni af EU. Við erum jú ekkert annað en peð á taflborði hinna stærri. Það kemur berlega í ljós:

"The EU is keen to get a toehold on the Arctic, with its enormous oil and gas potential and shipping possibilities via Northwest Passage. The bloc itself has no territorial access to the pole. With Iceland on board, the EU would instantly be on the Arctic Council, membership of which has been blocked by Canada."

Mér finnst einfaldlega gott að vita til þess að EU eigi ekkert tilkall til Norðurhafa og að við séum það sem stendur í vegi fyrir því tilkalli.


mbl.is Ummæli fjármálaráðherra vekja athygli í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sindri Karl Sigurðsson

Höfundur

Sindri Karl Sigurðsson
Sindri Karl Sigurðsson
Jafn trúaður og við hin!
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • ...438_1166335
  • Veiða og sleppa hvað?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband