Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
6.11.2009 | 16:54
Vantar ekki fangelsi?
Upplagt að nýta þetta í slíkt. Þarf ekki að gera neitt meir, fangar í þegnavinnu klára innréttingar og tilheyrandi á næstu tja... 30 árum eða svo. Nefni engin nöfn en sumir eru betur fólgnir til verksins en aðrir.
![]() |
Reisugilli í Tónlistarhúsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.10.2009 | 21:04
Verkbann?
Hvenær verður kornið komið sem fyllir mæli Villa og Co.? Er í raun komið að því að hóta verkbanni og standa síðan við það?
Það væri frekar ný Latína, oftast er þetta nú í hina áttina.
![]() |
Þetta mjakast áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2009 | 15:56
Rökþrota!?
Eins og venjulega snýst umræðan um baksýnisspegilinn hjá núverandi stjórn. Ekki nema von að skútan sé uppi á skeri. Horfðu á innsiglingarljósið, annars fer illa.
Hefði verið betra að Landsbankinn væri áfram í ríkiseigu. Þvílíkt rugl, EFTA/ESA dómstóllinn hefði löngu verið búinn að dæma hinum bönkunum í vil, samkeppnislega séð og því enginn Landsbanki í ráðherratíð Steingríms.
Hefði kannski mögulega ef og líklega. Bíð eftir að þessi orð heyrist öll í sömu setningunni og endi síðan á þessum ofnotuðu orðum ...líklega farið betur ef svo hefði verið.
![]() |
Mikill hiti í þingsalnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2009 | 14:11
Þvílíkt bull
Með fullri virðingu þá stendur þessi pistill hjá greinarhöfundi á haus!! Fyrriparturinn er það sem almannavaldið á að sjá um, hitt er eyrnamerkt nú þegar í skattheimtunni, t.a.m. vegafé. Ef þetta er rétt eftir haft, þá er Ögmundur kominn í sama gírinn og hann hefur verið í síðan ég man eftir, með fáum undantekninga skiptingum, síðast í bakkgír í sumar. Nema að það hafi verið öfugt.
Ég get ekki séð annað en að Ögmundur ætli sér að þjóðnýta lífeyrinn minn, til að komast hjá því að taka leiðinlegar ákvarðanir. Ákvarðanir eru nefnilega annað hvort leiðinlegar eða skemmtilegar. Erfiðar ákvarðanir eru ekki til nema hjá þeim sem eru fullir ótta við að taka þær.
Sök sér að byggja brú eða göng, það sparar þó og bætir til framtíðar og komandi kynslóðir koma til með að njóta þeirra verka.
Ég væri til í að lána þér þessa peninga, Ögmundur, ef ég fæ kvittað upp á að það komi samsvarandi skattalækkun á móti. Annars þarftu að ræna mig og ég tek ekki vel á móti slíku hyski.
![]() |
Lífeyrissjóðir láni í velferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2009 | 14:59
Hvaða gjaldeyri?
Nú skil ég ekki alveg þessa setningu:
"Bjarni spurði Steingrím einnig hvers vegna uppgjör á milli nýja Landsbankans við skilanefnd þess gamla væri tiltekin í erlendri mynt. Svaraði Steingrímur því til að það þjónaði best hagsmunum beggja aðila og drægi úr gjaldeyrisáhættu sem annars hefði þurft að sjá fyrir með öðrum hætti."
Er ekki lögeyrir í þessu landi? Hvaða gengisáhættu og hvar lendir hún "með öðrum hætti"? Er ekki verslað með íslenskar krónur hér á landi? Bankinn er jú íslenskur.
Það er margt annað sem ég er ekki búinn að ná í umræðu síðustu tveggja daga, en það er ekki hægt að skilja málatilbúninginn nú öðru vísi en að það sé jafnframt ætlunin að sem flestir skilji sem allra minnst. Enda getur gengisáhættan ekki legið annarstaðar en hjá okkur, þ.e. mér og þér.
Nær að borga út í okkar lögeyri, hélt reyndar að lögin settu kvaðir í þá átt.
![]() |
Geta kannski selt eignir Landsbankans fyrr en ella |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2009 | 16:13
Jóhann prins er samur við sig
Já það er margt fáránlegt í heiminum og þetta er eitt af því sem fellur undir þann flokk.
Af hverju getur Jóhann talað á okkar ylhýra en síðan er bannað að þýða á sama tungumálið, spurningalistann sem opinbera apparatið er að berjast við að fylla út í? Og þá í leiðinni að halda þeim spurningum upplýstum fyrir almenning.
Síðan gerir hún að því skóna að þessi sami almenningur skipti svo miklu máli. Jafnvel má skilja það þannig að hún sé tilbúin til að ganga út fyrir gröf og dauða til að ekkert illt komi fyrir.
Samt eru aukaatriðin látin ráða hjá þessu hallarliði frá Nottingham.
![]() |
Ísland í brennidepli á BBC |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2009 | 12:45
Hægri stjórn í Bretalandi
Það er ekkert annað sem dugar í svona en að taka upp kutann og skera niður.
Það gerir þetta skítabixalið aldrei, betra að benda í okkur hérna heima. Elsta trix í bókinni. Það versta er að Jóhann prins & Co. er að gera það sama við okkur hérna heima.
Hvar er Hrói???
![]() |
Milljón í skuldir á sekúndu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2009 | 11:23
Ríkið sogar til sín!!!
Það er að sjálfsögðu aðal málið í þessari frétt að rekstur hins opinbera skuli hafa vaxið um ríflega tvöfallda upphæð (2,3) á átta árum! Úr 286 milljörðum í 662. Á mesta góðæristíma Íslandssögunnar (amk. áður en afleiðingin kom í ljós).
Það er ótrúlega árátta að eyða öllu og helst meiru til, af sköttum og skyldum þegnanna, frekar en að hysja upp um sig og taka til.
![]() |
200 milljarða í mínus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2009 | 20:03
Á nú ein af "svörtu" atvinnugreinunum að redda okkur?
Veit að þessi fyrirsögn fellur ekki vel í kramið en er samt staðreynd. Veit ekki um atvinnugrein sem getur lifað á því að fá tekjur fjóra mánuði á ári, því miður, ekki veitti okkur af að hafa nokkrar slíkar og þá með möguleika á fimmta mánuðinum. Það er jú þannig að þeir hinir fyrri hljóta að vera búnir að greiða allt sem þarf til að reka greinina og aukamánuðurinn er því ekkert nema "hreinn hagnaður".
Að sjálfsögðu koma breytingar til hækkunar á sköttum, beinum og óbeinum alltaf til með að þyngja rekstur, hvort sem um er að ræða heimili eða fyrirtæki. Ríki og sveitafélög eiga ekki að komast upp með að hækka skatta þegar þau eru illa rekin.
![]() |
Lýsa furðu á skattahækkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sindri Karl Sigurðsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar