Kominn tími til

Ég get alveg skilið þau sjónarmið að það eigi að halda ákveðnum dögum "heilögum" en ef horft er til framleiðeiðni vinnuafls og hagræðingar í mannahaldi þá er þetta ekki spurning. Veit fátt vitlausara en að frídagar séu á þriðjudögum til og með fimmtudags. Þetta gerir ekkert annað en að eyðileggja vinnuvikuna, bæði fyrir launþegum og atvinnurekendum.

Löngu tímabært að þetta verði lagað að því sem er í nágrannalöndum okkar.


mbl.is Hátíðisdagar færðir að helgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórðungssjúkrahúsið í Nes

Það er alveg ljóst að í veðri líkt og nú gengur yfir er staðsetning sjúkrahúss fjórðungsins í Neskaupstað mun heppilegri en á Egilsstöðum. Þó svo að ekki sé hægt að fara akandi í sjúkrahús þessa dagana er þó hægt að bregðast við og fara sjóleiðina ef illa fer.

Þegar hrepparígurinn nær hæstu hæðum hér fyrir Austan virðist ávallt gleymast í umræðunni að það er akkúrat við þessar aðstæður sem byggð niðri á fjörðum er í hvað mestri hættu, t.d. hvað varðar snjóflóð.

Auðvitað er þjóðrifamál og í raun algerlega nauðsynlegt að tengja saman byggðirnar með bættum samgöngum, um það er ekki deilt, en á meðan þetta er eins og það er, er jafnljóst að með skotgrafarhernaði kemst enginn áfram.


mbl.is Seyðfirðingar enn innilokaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta hljómar kunnuglega

Það þyrfti bara að hafa nafna- og myndaskipti á þessari grein og þá gæti hún alveg eins átt við "nýja Ísland".
mbl.is Sagði erlendar fjárfestingar öruggar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg rétt hjá Merði

Ég verð að taka undir með Merði í þessu máli. Það er mjög eðlilegt að það sé hagstæðasta útkoma fyrir einstakling með erfiða skuldastöðu að hætta að borga í lífeyrissjóð og borga niður skuldir, það sjá allir sem fá um 30% af sínu sparifé til baka í lok þáttöku á vinnumarkaði.

Bónusinn er síðan að ef allur lífeyrissparnaðurinn er uppurinn, þá borgar ríkið samt fyrir þig lífeyrinn.

Þetta er bara snilld.


mbl.is Skuldugir hætti að greiða í lífeyrissjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vararafstöðvar

Það væri nú gaman ef fréttamenn myndu afla upplýsinga um stöðu vararafstöðva um landið, hve margar væru gangfærar í dag, hve mikið afl þær gefa, hver aflþörfin er og bera saman við stöðuna fyrir 15 árum síðan eða svo.

Mín tilgáta er sú að það sé búið að leggja megnið af þeim niður í sparnaðarskyni. Ætli rökin séu ekki þau að þær hafi verið orðnar óþarfar, afhendingaröryggi raforku sé orðið svo gott að þeirra njóti ekki lengur með.


mbl.is Rafmagnslaust í Fjallabyggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiði

Á eina mynd frá því 1988 úr þeirri á sem veiddust einungis 168 stk. úr 6 árum áður. Bý reyndar það vel að hafa veitt í Selá frá því í bleyju og fram yfir tvítugsaldurinn. Það er óhætt að segja að margt hafi breyst frá þeim tíma og það margt til hins verra.

 

Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndgæðin varla upp á marga fiska en á þessum tíma mátti eingöngu veiða 12 laxa á dag pr. stöng og öllum laxi undir 4 pundum var sleppt. Leit illa út í veiðibókinni að hafa einhverja putta við nafnið sitt og sumir fóru ekki út að veiða fyrr en seinnivaktina því að það þurfti að losna við fyrningarnar frá þeirri fyrri.


mbl.is Veiðin fyrir 30 árum síðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert er eðli veiðigjalda?

Ef leggja á gjald á auðlind sem er takmörkuð, líkt og fiskikálgarðinn, þá hljóta allir sem vilja í honum fiska þurfa að greiða sama gjaldið ekki satt?

Auðlindagjöld eru ekki hugsaðir sem skattar, þau eru hugsuð sem sía, þannig að þeir sem geta ekki gert út á hagkvæmasta hátt hafi ekki efni á því að spila með. Með öðrum orðum auðlindagjald er til þess fallið að hámarka arð þeirrar auðlindar sem gjaldið er greitt af.

Þetta veit Jón Bjarnason, Steingrímur og kannski Jóhanna.

Kvótakerfið og módelið sem fylgir því er meira og minna hannað af Rögnvaldi Hannessyni prófessor í Bergen. Hann hefur ekki, svo ég viti til, verið að trana sér fram í umræðunni. Kannski er kominn tími til að hann upplýsi fólk um hvað málið snýst. Ég lái honum ekki að sitja heima í Norge, sem fastast.

Hin þrjú eru annaðhvort búin að gleyma þessu, eða vilja ekki lengur vita þessa staðreynd vegna þess að það hentar ekki lengur.

 


mbl.is Stjórnin ber ábyrgð á stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þó ekki væri...

Ríkisstjórnin þorir ekki að nota 64. greinin þingskaparlaga vegna þess að hún veit að hún kemur til með að verða í langvarandi stjórnarandstöðu eftir næstu kosningar. Ef hún gefur fordæmið þá er spilið tapað, ekki bara núna heldur um langa framtíð.
mbl.is „Treystum ekki ríkisstjórninni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantraust þjóðarinnar á ríkisstjórnina

Er það ekki málið?

Þjóðin treystir ekki núverandi ríkisstjórn og því vill hún hafa einhvern í forsetaembættinu sem veit hvað hún er að hugsa og veit hvernig á að tækla ruglið sem er í gangi?

Kv.


mbl.is Ólafur Ragnar með 58%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spilað á blindan

Það væri nú frekar skrítið ef stjórnarflokkarnir myndu taka sig til og afnema/frysta verðtrygginguna í þeirri stöðu sem uppi er núna. Þetta er eitt af þessum "svörtu umslögum" sem hún hefur og veifar framan í Alþingi og þjóðina og segir: Ef við förum í ESB þá er verðtryggingunni hent með það sama.

Þau rök að lífeyrissjóðakerfið tapi svo svo miklu eru haldlítil, það kerfi þarf einfaldlega að aðlaga sig að breyttum aðstæðum á markaði og hrynur ekkert þó vísitölunni verði kippt úr sambandi.


mbl.is „Engin framtíðarsýn um framtíð verðtryggingar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sindri Karl Sigurðsson

Höfundur

Sindri Karl Sigurðsson
Sindri Karl Sigurðsson
Jafn trúaður og við hin!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • ...438_1166335
  • Veiða og sleppa hvað?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband