Fingraförin tala sínu máli

Nú er það loks komið á prent hverjir settu fingraför sín á þetta úthrópaða frumvarp sem ætlunin er að keyra í gegnum Alþingi, með góðu eða illu.

Ég reikna með að annar af hinum tveimur ónefndu sé Þórólfur nokkur, vinsamlega leiðréttið ef ég fer rangt með, vill síður bæta fleiri ósköpnuðum á herðar hans.

Það er nóg fyrir mig að sjá nafn Indriða Þorlákssonar ICESAVE hugsuðar á prenti til að sannfærast um að betra sé að fara og kaupa sér skeinipappír en að nota frumvarpið, þó um hallæri væri að ræða.


mbl.is Örvar Guðni: Útreikningurinn ofmetur auðlindarentuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnin kúgar landann

Fyrst stjórninni tekst ekki að brjóta niður stjórnarandstöðuna í þinginu þá ákveður hún að nota íbúa á köldum svæðum sem þrýstihóp, með því að neita að taka til afgreiðslu niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar.

Þarna er Animal Farm ræman komin inn í miðja mynd eða svo og endalokin blasa við, öllum sem hafa séð meistaraverk Orwells.

Þarna er innrætti þeirra enn á ný berskjaldað fyrir þjóðinni og öðrum flokkum, gömlum sem nýjum, víti til varnaðar.


mbl.is Fundað fram á sumar ef þarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsögð krafa allra sveitarfélaga

Það sem skín í gegnum þetta blessaða frumvarp og snýr beint að kassa sveitarfélaganna er að ríkið er að hirða hluta af útsvarstekjum þeirra, beint, með þessu frumvarpi. Þau gjöld sem ríkið tekur, og sett eru fram í frumvarpinu, koma aldrei sem tekjur til skatts. Miðað við það getur í sumum tilfellum staðan orðið þannig að enginn útsvarsstofn myndast hjá útgerðarfyrirtækjum og því gætu sveitarsjóðir staðið uppi með verulega skertar tekjur.

Þó að ríkið segist ætla að koma til móts við þá í formi styrkja þá þekkjum við slíkt svartagaldursraus of vel til þess að leggja á það trúnað, enda í hinu orðinu verið að koma þessum sömu peningum til þjóðarinnar.

Hver sem hún nú er.


mbl.is Hlutlausir aðilar reikni út áhrif frumvarpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisvæðing og útblástur stofnanna

Það ríður ekki einteyming sú umræða sem er uppi varðandi auðlindir til sjávar og sveita. Þessar hugmyndir um nýja ríkisstofnun til að halda utanum auðlindagjöld af öllu mögulegu eru hættulegar og algerlega ónauðsynlegar, hvernig sem á það er litið. Arðrán ríkisvaldsins er rétta orðið yfir þessar hugmyndir enda yrði þessi stofnun eingöngu sett á laggirnar til að annarsvegar veita vinnu sem er til óþurftar (atvinnubótavinna öðru nafni) og hins vegar til þess að misvitrir stjórnmálamenn geti leikið sér með nýja hít, að sjálfsögðu á kostnað annara.

Þessir aðrir, sem nefndir eru að ofan, eru síðan smjaðraðir og heiladeyfðir með klisjum eins og þjóðareign, réttlát skipting auðlindanna og fleira innantómt smjaður og þvaður í líkum dúr.

Getur verið að með þessu útspili ásamt upptöku á regluverki EU og breytingu á stjórnarskránni, sé verið að gera öðrum ríkjum kleift að nýta sér þessar auðlindir, gegn greiðslu gjalds???

Ef það er tilfellið þá er óhætt að bæta við þennan pistil mörgum stórum orðum.


mbl.is Vill stofna auðlindasjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarskráin og lýðræðið

Það hlýtur að vera Alþingis að taka ákvörðun um hvað gera skuli við hugmyndir stjórnlagaráðs/þings. Nú hefur alltaf legið fyrir að á Alþingi er lítill stuðningur við breytingu á stjórnarskránni og sést það best á því að nú veit enginn hvað á að gera við það inni í þinginu.

Það væri alveg eftir þessari vesælu stjórn að leggja fram í þjóðaratkvæði nýja stjórnarskrá, bara til að þurfa ekki að taka ákvörðun sjálf í þessu máli.

Þetta leiðir mann að kjarna málsins því það má alveg segja að stjórnarsáttmálinn sé í rauninni lítið plagg fullt af stórum reyk-sprengjum sem henda má út í þjóðfélagið til að fela hluti fyrir lýðnum.

Það hefur tekist bærilega að kasta þessum bombum hér og þar en vandamálið kemur alltaf í ljós aftur þegar reykurinn fer.

Stjórnlagaráð er ekkert annað en reykur frá einni slíkri og nú þegar það er farið að glitta í gegn þá er spurning hvort frú Hexía eigi eina Kröflusprengju enn í skjóðunni til að fela sig á bakvið.


mbl.is „Þetta eru forkastanleg vinnubrögð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ris eða hnig?

Fróðegt að vita hvort landið er á upp eða niðurleið. Eðlilegt að það sé á niðurleið eftir gosið í Eyjafjallalökli, en ef það er á uppleið??

Miðað við tæknina í dag þá er hægt að mæla millimeters breytingu án vandræða.

Skil það svo sem að það sé ekki verið að básúna eitthvað sem er gæti orðið eftir einhverja mánuði, ár eða jafnvel tuga ára.

Breytir því ekki að skjálftagröfin eru aðgengileg fyrir almenning og því eðlilegra að þeir sem vita meira upplýsi hann, í stað þess að "Pétur og Páll" séu að geta í eyðurnar.

 

 


mbl.is Smáskjálftahrina í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottur árangur

Það eru til fleiri íþróttir en boltaíþróttir, þeim þarf að gera betur skil. Oft eigum við keppnisfólk framarlega í einstaklingsgreinum sem fá sama sem enga umfjöllun hjá fjölmiðlum.

Flottur árangur í íþrótt sem er ótrúlega krefjandi, þó að ekki sé sparkað eða hent bolta.


mbl.is Ásgeir skaut vel í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað merkir frasinn að auðlindir séu í þjóðareign?

Væri nú ekki nær að rentan myndi dreifast jafnt yfir þjóðina, óháð bitlingum stjórnmálamanna hvers tíma og án þess að búin sé til einn ein jatan fyrir nýja ríksisstofnun?

Ávísun frá skattinum árlega með þeirri upphæð sem fæst út þegar auðlindagjaldinu er dreift til þjóðarinnar. Þetta myndi ég telja sanngjarna, einfalda og gagnsæja leið án afskipta ríkisvaldsins. 


mbl.is Vilja stofna auðlindasjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

30+9=124???

Hver eru þessir 85 sem upp á vantar? Það má alveg klára að skrifa fréttina, eða sleppa því...
mbl.is Sækja í betri laun í útlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiðigjald=nýr skattur

Af hverju er ekki hægt að láta rentuna renna til almennings í landinu? Á ekki rentan af auðlindum þjóðarinnar að renna til hennar? Ekki er ríkið þjóðin er það?

Það er ekkert mál að útfæra slíkt, án nýrra stofnanna og tilheyrandi fjárausturs, ef menn vilja. Vandamálið er að þar er enginn vilji til þess, þá er nefnilega búið að kippa úr sambandi "ríkinu" og þeirra sem getað bitlað aurum í hitt og þetta, flest misviturt.


mbl.is 40% af veiðigjaldi til sveitarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sindri Karl Sigurðsson

Höfundur

Sindri Karl Sigurðsson
Sindri Karl Sigurðsson
Jafn trúaður og við hin!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • ...438_1166335
  • Veiða og sleppa hvað?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband