Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
11.2.2009 | 22:58
Eyðilegging ferðamannaiðnaðar?
Fæ ekki orða bundist yfir þessari rökleysu lengur, og þeirri "röksemdafærslu" sem fylgir. Læt jafnframt einn bút af You tube fylgja með.
Hvað segja ferðamannafrömuður yfir því að þetta skuli vera ein af réttlætanlegum aðgerðum til að halda niðri afræningjum í náttúrunni í USA? Og hvernig skyldi þetta koma niður á ferðamannaiðnaði í Alaska? Sjá myndskeið af You Tube:
Hvaða fíflaskapur er jafnframt að halda að hvalkjöt sé flutt að öllu jöfnu flugleiðis til Japan? Að auki veit ég ekki betur en að Hagstofan haldi að auki utan um allan útflutning sem FOB verðmæti, sérstaklega til þess að stjórnvöld geti tekið réttari ákvarðanir. Greinilega ekki sterkasta hlið þessa þingmanns að fá tölur um út og innflutning, spurning um hvað maðurinn aðhefst yfir höfuð og á hverju ákvarðanataka hans er byggð. Sé ekki annað en að viðkomandi þingmaður ætti að kynna sér á hverju hann lifir og hvernig útflutningi er háttað frá Lýðveldinu Íslandi áður en farið er í ræðustól Alþingis og reynt að mála eitthvað nógu dökkt á strigann. Sýnist að striginn standi nú varla undir eigin þyngd og hvað þá málningunni. Spurning hvort viðkomandi þingmaður standi einfaldlega sjáflur á gati og lifi á loftinu?
Flutningskostnaður stórlega ýktur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2009 | 22:42
Hvað eru 13 Gígakrónur í hítinni?
Þetta hljómar eins og hrist úr einum af djúpu góðu vösunum. Er ekki allt í lagi með suma? Hverjum er ekki sama þó að þetta standi eins og það stendur í nokkur ár. Er ekkert þarfara við aurinn að gera? Hvar er lítilmagninn sem búið var að æsa til "uppreisnar gegn vondu valdhöfunum" af þeirri ástæðu að það væri verið að brenna peninga vegna aðgerðaleysis?
Hverskonar andaðgerð er þetta við aðgerðaleysinu?
Ég er með tillögu og hún hljómar þannig að það verði einfaldlega rætt við stóra hótelkeðju úti í heimi um að þeir fái þetta gefins gegn því að þeir klári dæmið. Með þeim hugmyndum sem núverandi Menntamálaráðherra heldur á lofti Þetta verður hvort eð er ekkert nema baggi á núverandi og verðandi skattgreiðendum. Nóg er samt.
Vill ljúka smíði Tónlistarhúss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.1.2009 | 16:21
Lánveitingar til þrautavara??
Þessi fréttapistill er í raun fyndinn og er lýsandi yfir "þvæluna" sem rennur upp úr mönnum þessa dagana.
Af hverju er ekki búið að birta fréttina hér á Moggavefnum þar sem fram kemur að Írar stefna í gjaldþrot? Hvar er þeirra banki til þrautavara? Hvar er Seðlabanki Evrópu til þrautavara? Hvar er írski Seðlabankinn til þrautavara?
Það þarf að fara að auglýsa eftir þessum þrautavörum, nema að þetta séu einhverjar gestaþrautir. Er ekki tilfellið að þetta er allt saman að lenda á skattgreiðendum í þessum löndum? Er Seðlabanki Bretlands að taka úr sínum sjóðum eða er ríkisstjórnin að punga út skattpengingum?
Voru í raun án Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2009 | 08:26
Hvaða hagsmuni sér EB í inngöngu Íslands?
Hefur enginn vellt þeirri spurningu upp, að hagsmunir ESB gætu verið meiri en Íslendinga varðandi inngöngu okkar í bandalagið? Er tilfellið að það sjá leik á borði til að sælast til áhrifa í N-Atlantshafi og nýti sér í því sambandi það ástand sem er hjá okkur?
Ef fólk heldur að sambandið sé að bjarga einhverju hjá okkur og fyrir okkur þá held ég að vonbrigðin verði mikil þegar upp er staðið. Er ekki tilfellið að krumlur ESB séu komnar á gas- og olíulindir Breta? Hvernig væri að kanna það mál aðeins og setja það í samhengi við okkar stöðu?
Aðild á 2-3 árum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.9.2008 | 00:17
Dauð andarnefja í Höfðahverfi
Brilljant!
Æðislegir "hvalir" hoppa og skoppa og hinir leika sér!
Hvar er skutullinn? Enginn segir neitt þó að legið sé í síldarungviðinu. Margt yrði sagt ef um aðra sort væri rætt.
Stikkorða stíll á þessu en þeir sem vilja skilja.
Um bloggið
Sindri Karl Sigurðsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar