Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fjórðungssjúkrahúsið í Nes

Það er alveg ljóst að í veðri líkt og nú gengur yfir er staðsetning sjúkrahúss fjórðungsins í Neskaupstað mun heppilegri en á Egilsstöðum. Þó svo að ekki sé hægt að fara akandi í sjúkrahús þessa dagana er þó hægt að bregðast við og fara sjóleiðina ef illa fer.

Þegar hrepparígurinn nær hæstu hæðum hér fyrir Austan virðist ávallt gleymast í umræðunni að það er akkúrat við þessar aðstæður sem byggð niðri á fjörðum er í hvað mestri hættu, t.d. hvað varðar snjóflóð.

Auðvitað er þjóðrifamál og í raun algerlega nauðsynlegt að tengja saman byggðirnar með bættum samgöngum, um það er ekki deilt, en á meðan þetta er eins og það er, er jafnljóst að með skotgrafarhernaði kemst enginn áfram.


mbl.is Seyðfirðingar enn innilokaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta hljómar kunnuglega

Það þyrfti bara að hafa nafna- og myndaskipti á þessari grein og þá gæti hún alveg eins átt við "nýja Ísland".
mbl.is Sagði erlendar fjárfestingar öruggar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg rétt hjá Merði

Ég verð að taka undir með Merði í þessu máli. Það er mjög eðlilegt að það sé hagstæðasta útkoma fyrir einstakling með erfiða skuldastöðu að hætta að borga í lífeyrissjóð og borga niður skuldir, það sjá allir sem fá um 30% af sínu sparifé til baka í lok þáttöku á vinnumarkaði.

Bónusinn er síðan að ef allur lífeyrissparnaðurinn er uppurinn, þá borgar ríkið samt fyrir þig lífeyrinn.

Þetta er bara snilld.


mbl.is Skuldugir hætti að greiða í lífeyrissjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vararafstöðvar

Það væri nú gaman ef fréttamenn myndu afla upplýsinga um stöðu vararafstöðva um landið, hve margar væru gangfærar í dag, hve mikið afl þær gefa, hver aflþörfin er og bera saman við stöðuna fyrir 15 árum síðan eða svo.

Mín tilgáta er sú að það sé búið að leggja megnið af þeim niður í sparnaðarskyni. Ætli rökin séu ekki þau að þær hafi verið orðnar óþarfar, afhendingaröryggi raforku sé orðið svo gott að þeirra njóti ekki lengur með.


mbl.is Rafmagnslaust í Fjallabyggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þó ekki væri...

Ríkisstjórnin þorir ekki að nota 64. greinin þingskaparlaga vegna þess að hún veit að hún kemur til með að verða í langvarandi stjórnarandstöðu eftir næstu kosningar. Ef hún gefur fordæmið þá er spilið tapað, ekki bara núna heldur um langa framtíð.
mbl.is „Treystum ekki ríkisstjórninni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spilað á blindan

Það væri nú frekar skrítið ef stjórnarflokkarnir myndu taka sig til og afnema/frysta verðtrygginguna í þeirri stöðu sem uppi er núna. Þetta er eitt af þessum "svörtu umslögum" sem hún hefur og veifar framan í Alþingi og þjóðina og segir: Ef við förum í ESB þá er verðtryggingunni hent með það sama.

Þau rök að lífeyrissjóðakerfið tapi svo svo miklu eru haldlítil, það kerfi þarf einfaldlega að aðlaga sig að breyttum aðstæðum á markaði og hrynur ekkert þó vísitölunni verði kippt úr sambandi.


mbl.is „Engin framtíðarsýn um framtíð verðtryggingar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnin kúgar landann

Fyrst stjórninni tekst ekki að brjóta niður stjórnarandstöðuna í þinginu þá ákveður hún að nota íbúa á köldum svæðum sem þrýstihóp, með því að neita að taka til afgreiðslu niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar.

Þarna er Animal Farm ræman komin inn í miðja mynd eða svo og endalokin blasa við, öllum sem hafa séð meistaraverk Orwells.

Þarna er innrætti þeirra enn á ný berskjaldað fyrir þjóðinni og öðrum flokkum, gömlum sem nýjum, víti til varnaðar.


mbl.is Fundað fram á sumar ef þarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsögð krafa allra sveitarfélaga

Það sem skín í gegnum þetta blessaða frumvarp og snýr beint að kassa sveitarfélaganna er að ríkið er að hirða hluta af útsvarstekjum þeirra, beint, með þessu frumvarpi. Þau gjöld sem ríkið tekur, og sett eru fram í frumvarpinu, koma aldrei sem tekjur til skatts. Miðað við það getur í sumum tilfellum staðan orðið þannig að enginn útsvarsstofn myndast hjá útgerðarfyrirtækjum og því gætu sveitarsjóðir staðið uppi með verulega skertar tekjur.

Þó að ríkið segist ætla að koma til móts við þá í formi styrkja þá þekkjum við slíkt svartagaldursraus of vel til þess að leggja á það trúnað, enda í hinu orðinu verið að koma þessum sömu peningum til þjóðarinnar.

Hver sem hún nú er.


mbl.is Hlutlausir aðilar reikni út áhrif frumvarpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisvæðing og útblástur stofnanna

Það ríður ekki einteyming sú umræða sem er uppi varðandi auðlindir til sjávar og sveita. Þessar hugmyndir um nýja ríkisstofnun til að halda utanum auðlindagjöld af öllu mögulegu eru hættulegar og algerlega ónauðsynlegar, hvernig sem á það er litið. Arðrán ríkisvaldsins er rétta orðið yfir þessar hugmyndir enda yrði þessi stofnun eingöngu sett á laggirnar til að annarsvegar veita vinnu sem er til óþurftar (atvinnubótavinna öðru nafni) og hins vegar til þess að misvitrir stjórnmálamenn geti leikið sér með nýja hít, að sjálfsögðu á kostnað annara.

Þessir aðrir, sem nefndir eru að ofan, eru síðan smjaðraðir og heiladeyfðir með klisjum eins og þjóðareign, réttlát skipting auðlindanna og fleira innantómt smjaður og þvaður í líkum dúr.

Getur verið að með þessu útspili ásamt upptöku á regluverki EU og breytingu á stjórnarskránni, sé verið að gera öðrum ríkjum kleift að nýta sér þessar auðlindir, gegn greiðslu gjalds???

Ef það er tilfellið þá er óhætt að bæta við þennan pistil mörgum stórum orðum.


mbl.is Vill stofna auðlindasjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarskráin og lýðræðið

Það hlýtur að vera Alþingis að taka ákvörðun um hvað gera skuli við hugmyndir stjórnlagaráðs/þings. Nú hefur alltaf legið fyrir að á Alþingi er lítill stuðningur við breytingu á stjórnarskránni og sést það best á því að nú veit enginn hvað á að gera við það inni í þinginu.

Það væri alveg eftir þessari vesælu stjórn að leggja fram í þjóðaratkvæði nýja stjórnarskrá, bara til að þurfa ekki að taka ákvörðun sjálf í þessu máli.

Þetta leiðir mann að kjarna málsins því það má alveg segja að stjórnarsáttmálinn sé í rauninni lítið plagg fullt af stórum reyk-sprengjum sem henda má út í þjóðfélagið til að fela hluti fyrir lýðnum.

Það hefur tekist bærilega að kasta þessum bombum hér og þar en vandamálið kemur alltaf í ljós aftur þegar reykurinn fer.

Stjórnlagaráð er ekkert annað en reykur frá einni slíkri og nú þegar það er farið að glitta í gegn þá er spurning hvort frú Hexía eigi eina Kröflusprengju enn í skjóðunni til að fela sig á bakvið.


mbl.is „Þetta eru forkastanleg vinnubrögð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sindri Karl Sigurðsson

Höfundur

Sindri Karl Sigurðsson
Sindri Karl Sigurðsson
Jafn trúaður og við hin!
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • ...438_1166335
  • Veiða og sleppa hvað?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband