Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Vitleysan endalausa

Hvað er með þetta opinbera apparat, getur það ekki hætt að eyða peningunum mínum í vitleysu? Ef húskofi tæmist þá þarf að troða einhverju nýju ríkisreknu bulli inn í hann aftur.

Ég er alveg búinn að fá nóg af þessum fjáraustri ríkissins í óþarfa. Láta mig niðurgreiða skuldir Orkuveitu Reykjavíkur í formi endurgjalds fyrir náttúrumynjasafn, það er eitt, Hörpuna það er annað, happadrættisstofa, "fangelsismynjastofa", hvar ætlar þetta að enda?


mbl.is Hegningarhúsið verði safn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðin kennir naktri konu að spinna...

Það verður að segjast að ekki er öll vitleysan eins. Hvernig er hægt að fá það út að það borgi sig að setja upp rafveitu með tilheyrandi dreifikerfi og horfa síðan á núverandi staura og línur með rafeindum, bíða eftir því að það verði notað?

Getur verið að Landsnet og Landsvirkjun séu komin á hálan ís? Er þetta það sem ýtir undir atvinnusköpun, að þurfa að nálgast sjálfur raforku til heimabrúks, vegna "vafasamra" forsenda orku- og dreifingarfyrirtækja?

Í dag kynda margir hverjir í Danaveldi á sama hátt og gert var fyrir aldamótin 18 - 1900. Þeir meira að segja gengu svo langt að þegar séð var fram á að allur almúginn fór að setja sólarsellur á þakið hjá sér vegna okurreikninga, þá hækkuðu þeir álögur á þann búnað þannig að það borgaði sig ekki lengur.

Rugl núverandi raforkulaga og hugmyndafræðin á bakvið það að selja orku úr landi með sæstreng, er fatal. Þeir sem vinna að slíku eru ekki að hugsa um hag þjóðarinnar, það er alveg kristaltært í mínum huga.


mbl.is Garðyrkjubændur stofna rafveitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað þá, innlimun?

Þessi málflutningur skýrir sig sjálfur og fyrir mér lýsir hann liði sem búið er að gefast upp í alþjóðlegu samstarfi.


mbl.is „EES dugar ekki til lengri tíma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig þá?

Verður skorið af þeim sem hafa aflareynslu eingöngu eða jafnt yfir alla línuna?
mbl.is Makrílkvótinn 15% minni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn og konur

Ég get nú ekki annað en sett orð í belg eftir þetta skemmtilega útspil fyrrverandi forMANNS Samfylkingarinnar.

 Samkvæmt hennar höfði, virðist vera, eru konur ekki menn.

Það á að sjálfsögðu að hlægja að þessu en samt er mér ekki hlátur í huga, ég skil ekki afhverju...


mbl.is „Jafnaðarmannaflokkur“ ofan á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ærið verkefni framundan

Það mun taka áratug hið minnsta að vinda ofan af pólitískum skollaleik samfylkingarinnar og vinstri grænna. Sá tími mun ekki verða tími sátta eða snjallra lausna, það er búið að sjá til þess að meirihluti Þjóðarinnar er kominn upp á kant við núverandi stjórnvöld og útspil Katrínar er ekki til þess fallið að fólk líti upp úr skotgröfunum.

Trúlega væri auðveldast að setja fram frumvarp eftir kosningar sem myndi fella úr gildi öll lög sem sett hafa verið í stjórnartíð þessarar óstjórnar. Ég man einfaldlega ekki eftir einu einasta atriði sem skiptir máli af þessum 200 lögum sem þessir flokkar hafa troðið ofan í kokið á Alþingi síðustu fjögur árin.

þannig er nú það.


mbl.is Kosið um ESB 2014 eða 2015?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumórar Gnarrsins

Fjölga kaupmanninum á horninu...

Hvar hefur þessi maður verið? Þegar ég man eftir mér var kaupmaður á horni Barónsstígs og Njálsgötu. Reyndar horfðust þeir tveir á horn í horn.

Það mun aldrei koma aftur sama hvað Gnarrast verður. Eina sem mér dettur í hug sem gæti gengið er eitthvað í líkingu við sjoppuholuna sem sí og æ er verið að níðast á að hálfu lögreglunnar og er þarna í grendinni. Fínt að opna fyrir slíka kaupmenn í "nágreninu"........


mbl.is Kaupmaðurinn á horninu komi aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá vitum við hvar hann stendur

Guðmundur opinberar sjálfan sig og sinn flokk á glæsilegan máta. Það fer enginn í grafgötur með hvaða hug hann ber til þess að "skoða í pakkann". Hann nefnir þann gerning sínum réttu orðum, að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Það furðulega við þetta er að það kannast ekki nokkur maður á Alþingi við það að hafa sótt um aðild að sambandinu, nema hann.


mbl.is „Er þetta flókið?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattar og skuldir

Gaman fyrir Garðbæinga að horfa á eftir þeim möguleika að lækka útsvar en ákveða það í staðin að greiða skuldir óreiðusveitarfélags.

Aldrei hefði ég fyrir mitt litla greitt atvkæði með þessari sameiningu, ef ég byggi enn í Garðabæ. 


mbl.is Nýr skuldabréfaflokkur vegna skulda Álftaness
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðveg 1 um firði

Ekki veit ég hvenær menn hætta að berja hausnum við hjarnið en miðað við margt þessa dagana þá verður það ekki fyrr en menn rotast eða frjósa fastir við það.
mbl.is Aðstoðuðu ökumenn á Breiðdalsheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sindri Karl Sigurðsson

Höfundur

Sindri Karl Sigurðsson
Sindri Karl Sigurðsson
Jafn trúaður og við hin!
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • ...438_1166335
  • Veiða og sleppa hvað?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband