28.11.2013 | 22:14
"Operation Smaladrengur"
Það má margt segja um þá tilraun sem er í gangi í Kolgrafarfirði en það er þó alveg ljóst að horfa og hvað þá sitja og tala eða rita um einhverja möguleika duga engan veginn. Nægur tími hefur gefist til þess að koma í veg fyrir þetta ástand og það hefur einfaldlega sýnt sig að tími er ekki það sem þarf.
Hér verður einfaldlega að taka upp gamla, góða og sígilda aðferð; að fikta og gera það þar til árangur næst.
Það að setja Signal bombur til höfuðs silfri hafsins er einfaldlega góð hugmynd og saga til næstu heimsálfa ef hún gengur upp.
Sprengingarnar virðast bera árangur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2013 | 22:59
Skólar
17.10.2013 | 03:02
Tölfræði lýgur aldrei eða hvað?
Íslendingar höfðatöluheimsmeistarar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2013 | 20:21
Hækkun matarverðs
Og hefur þessi lækkun skilað sér í lækkuðu verði á hrávörum eins og sykri, hveiti og kaffi á Íslandi??
Ég vil fullyrða að svo sé ekki enda eiga engin markaðslögmál við þegar nafnið Ísland ber á góma. Hér haga menn sér eins og þeim sýnist í skjóli einokunar.
Samkeppniseftirlit hvað... Það ætti nú að koma sér upp úr foraðinu og líta í næstu búð.
Hrávörur lækkað um fjórðung á einu ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.9.2013 | 22:33
Hvað eru verðmæti?
Hjákátlegt þegar maðurinn hann Már byrjar að tala. "Ekki von á verðmætari seðli" ??? hvernig væri að gera seðlana sem eru í umferð verðmætari??? Spyr sá sem vill skilja hismið frá hinu... Ég persónulega er ekki alveg að trúa því að maðurinn hafi sagt hlutina í því samhengi sem þeir eru settir fram.
Vona að fréttamenn séu að standa sig í stykkinu er eitt en að segja, sem Seðlabankasjtóri að hann vilji ekki gefa út seðla... lýsir kanski best hvernig honum líður heimafyrir í Seðlabankanum?
Ég reikna nú með að hann vilji nú ekki lenda í því að gefa út seðla í ætt við þýsk mörk sem borin voru út í hjólbörum fyrir einu brauði á milli stríða.
Ekki von á verðmætari seðli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2013 | 21:47
Nú, nú...
Hvað er að manninum? Hann gat nú sem ráðherra lagt spilavítið niður en gerði ekki.
Sumum er vorkunn.
Spilavíti í boði Háskóla Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.9.2013 | 21:50
Sagnfræði
Það er nú svo með sagnfræðina og söguna að hún verður til eftir höfði þeirra sem lesa, sjá og túlka. Sagnfræðingar setja niður á blað það sem þeir "sjá" og segja okkur hinum frá.
Það er nú samt svo að þegar við hin vitkumst, þá sjáum við hlutina í okkar ljósi. Í sögubókum er ekkert sjálfsagðara en að Göbbels hinn alvondi, hafi eitrað fyrir börnum sínum. Ekki nóg með það, skv. þessari frétt, eitraði móðir þeirra fyrir þeim. Það getur s.s. verið að það sé í einhverjum sögubókum sagt þannig frá en þá er hún sett fyrir utan sviga og hlutirnir ekkert sjálfsagðari en að drepa börnin sín.
Ekki veit ég hvenær fólk fær nóg af fortíðinni en það er alveg ljóst frá minni hálfu að sumir ættu nú að draga bjálkann úr auganu áður en farið er að leita að flís(um) í augum annara.
Mér persónulega finnst aðdáunarvert að maður sem hefur upplifað þessa hluti á "unglingsaldri" skuli ná því að verða nánast aldargamall. Sumir, jafngamlir "unglingar", verða sturlaðir í dag af hlutum sem myndu eflaust hafa flokkast undir hjákátlegan óþarfa, á víðsjárverðum tímum. En að vita, skilja og sjá hvað um var að vera í þessu tilfelli leggur veraldleg gæði nútímans í brunn hjákátleikans.
Misch sá lík Hitlers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2013 | 23:39
Hið besta mál!
Vill kosningabandalög vinstriflokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.8.2013 | 21:03
Erfðablöndun Elliðiaárslaxins
Mæli með því að blaðamenn kynni sér aðeins fiskirækt á Íslandi síðustu 50 árin og segi mér og hinum síðan í hvaða laxveiðiám á Íslandi er ekki að finna erfðaefni Elliðaárlax.
Ég veit ekki betur en að tittirnir úr þessari á hafi farið hringferð um landið og sleppt vísvitandi út í náttúruna. Jafnframt væri fróðlegt að vita hvað mikið af náttúrulegu svæði silungs (urriða sérstaklega) hefur verið spillt í þágu laxveiði. Þau dæmi eru mörg og eru á fullri ferð þessi misserin, get nefnt dæmi en það er best að fréttafólk fái að spreyta sig á þessu verkefni.
Stóraukið laxeldi hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2013 | 12:42
Kröfur og kvaðir
Það er ekkert nema sjálfsagt að krefja þá sem flytja inn vöru til endursölu um heilnæmisvottorð vörunnar. Ef það er ekki hægt að gera þær mælingar hér heima þá er ekkert sjálfsagðara en að framleiðandi vörunnar sjái til þess að þau vottorð sem þarf fylgi vörunni.
Það er óþarfi að snúa hlutunum á haus og skoða ólögleg efni í vöru eftir á. Framleiðandinn verður að sýna fram á að varan innihaldi ekki ólögleg efni. Ég veit ekki betur en að við sem þjóð höldum úti eftirliti með sjávarafurðum, m.a. með löggjöf og hinsvegar með verkefni sem heitir "Mengunarvöktun á lífríki sjávar" http://www.matis.is/verkefni/nr/2835
Það hlýtur að vera verkefni viðkomandi lands að vakta sína matvælaframleiðslu. Við höfum nú séð hvernig sú framkvæmd hefur verið í EU og vitum jafnframt hvaða kvaðir ESA setur. Miðað við ástandið á þeim bæ, held ég að þeir ættu að einbeita sér að sínu og láta aðra um sitt.
Stefna matvælaöryggi í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Um bloggið
Sindri Karl Sigurðsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar