Kröfur og kvaðir

Það er ekkert nema sjálfsagt að krefja þá sem flytja inn vöru til endursölu um heilnæmisvottorð vörunnar. Ef það er ekki hægt að gera þær mælingar hér heima þá er ekkert sjálfsagðara en að framleiðandi vörunnar sjái til þess að þau vottorð sem þarf fylgi vörunni.

Það er óþarfi að snúa hlutunum á haus og skoða ólögleg efni í vöru eftir á. Framleiðandinn verður að sýna fram á að varan innihaldi ekki ólögleg efni. Ég veit ekki betur en að við sem þjóð höldum úti eftirliti með sjávarafurðum, m.a. með löggjöf og hinsvegar með verkefni sem heitir "Mengunarvöktun á lífríki sjávar" http://www.matis.is/verkefni/nr/2835

Það hlýtur að vera verkefni viðkomandi lands að vakta sína matvælaframleiðslu. Við höfum nú séð hvernig sú framkvæmd hefur verið í EU og vitum jafnframt hvaða kvaðir ESA setur. Miðað við ástandið á þeim bæ, held ég að þeir ættu að einbeita sér að sínu og láta aðra um sitt.


mbl.is Stefna matvælaöryggi í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta kemur einna helst niður á innlendum framleiðendum. Hjá þeim lokast fyrir innanlandsmarkað og útflutning til evrópulanda. Það að eingöngu verði fáanleg vottuð matvæli frá ESB í Íslenskum verslunum hefur áhrif. Israelskar appelsínur og Bandarísk ber og epli er hægt að komast af án. En hver verða áhrifin þegar Egils Malt, Flúðasveppir og Ora grænar baunir verða bannvara?

Espolin (IP-tala skráð) 15.8.2013 kl. 15:19

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þetta er einfaldlega rangt. Öll matvælafyrirtæki þurfa að starfa skv. leyfi Mast og Mast gefur ekki út leyfi fyrr en búið er að taka út vinnsluferil viðkomandi framleiðslu. Fyrirtækin starfa skv. Haccp og með því fá þau hæfnisstimpil.

Öll ræktun á dýrum til matvælaframleiðslu fær heilsufarsvottorð frá til þess bærum mönnum, s.s. stimpil frá dýralækni fisksjúkdóma ef um er að ræða fisk. Sá hinn sami er sá eini sem ávísar á lyf osfrv.

Þetta sem verið er að fara fram á er eitt af þessu aukabákni sem matvælagúrúarnir í EU búa til, eingöngu til að skapa störf fyrir dýralækna og langskólagengna fræðinga, líkt og mig sjálfan. Það er verið að búa til kerfi sem getur alið sig sjálft á kostnað annara.

Orwell er ávallt að koma sterkari og sterkari inn með árunum, Animal farm kemur oft upp í hugann.

Sindri Karl Sigurðsson, 15.8.2013 kl. 20:08

3 identicon

Öll matvælaframleiðsla á Íslandi starfar á undanþágu þar sem við getum ekki staðið við allar þær skuldbindingar sem við höfum undirgengist með lögleiðingu matvælalöggjafar EES. Matvælaframleiðsla á Íslandi stenst ekki lög um matvælaöryggi. Þó fyrirtækin hafi einhverjar þær vottanir sem krafist er og suma stimplana sem þarf er það ekki fullnægjandi. Þannig að það er bara tímaspursmál hvenær Íslenskum matvælaframleiðendum verður óheimilt að selja sínar vörur.

"Þetta sem verið er að fara fram á er eitt af þessu aukabákni sem matvælagúrúarnir í EU búa til, eingöngu til að skapa störf fyrir dýralækna og langskólagengna fræðinga, líkt og mig sjálfan. Það er verið að búa til kerfi sem getur alið sig sjálft á kostnað annara." Það breytir ekki því að við höfum undirgengist þetta kerfi og leitt það í lög sem við komumst ekki hjá að framfylgja ætlum við að framleiða og selja matvæli. Eða eins og þú segir í upphafi: "Það hlýtur að vera verkefni viðkomandi lands að vakta sína matvælaframleiðslu." og þar föllum við á prófinu með því að uppfylla ekki þær kröfur sem gerðar eru til þeirrar vöktunar.

Hábeinn (IP-tala skráð) 15.8.2013 kl. 21:26

4 identicon

"Ef það er ekki hægt að gera þær mælingar hér heima þá er ekkert sjálfsagðara en að framleiðandi vörunnar sjái til þess að þau vottorð sem þarf fylgi vörunni." Í dag er grein í MBL um að núverandi eftirlitskostnaður sé að sliga minni fyrirtæki. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/08/16/eftirlitskostnadur_sligar_litil_fyrirtaeki/ 

Ekki lækkar verðið ef þessi fyrirtæki þurfa að fá eiturefnagreiningu á sínum vörum erlendis frá. Á móti kemur að sparnaðarleiðir eins og iðnaðarsalt verða ekki eins auðveldar. Gæði og hollusta gætu því aukist á kostnað fjölbreytninnar.

Því miður er eftirlitið kostnaðarsamt en samviskulausir framleiðendur hafa sýnt að það er sýst of mikið.

Espolin (IP-tala skráð) 16.8.2013 kl. 10:39

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þið eruð á villigötum með þetta.

Það er verið að mæla eiturefni, s.s. skordýraeitur ofl. sem er ólöglegt í matvælum sbr. fréttina:

"Nýjasta dæmið er að 6. ágúst 2013 var innflutt spínat innkallað af neytendamarkaði vegna varnarefnis sem greindist í vörunni og sem ekki er heimilt að nota við ræktun matjurta í Evrópu."

Þetta eftirlit á að fara fram heima hjá framleiðandanum ekki hér á landi, hann á að sýna fram á að varan sé í lagi. Ég reikna með að hann hafi leyfi fyrir notkun á ákveðnu eitri og því þarf hann að láta mæla það áður en hann uppsker.

Í hans gæðahandbók er farið yfir vinnureglur varðandi þessa hluti og hann er ekki að fara eftir henni. Þetta er það eftirlit sem ég er að tala um ekki hvort tómatabóndi á Flúðum flytur út tómata og þarf að mæla alla mögulega og ómögulega hluti. Ef hann notar ekki eitur, sem hann fær ekki uppáskrifað nema eftir viðurkenndri leið, þarf ekkert að standa í þessu bulli!!!

Sindri Karl Sigurðsson, 16.8.2013 kl. 12:24

6 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það sem ég er að halda fram hér er að það eru stjórnvöld í viðkomandi landi sem eiga að sjá til þess að afurðir frá landinu uppfylli lög og reglur. Það er fásinna að setja upp eftirlit á Íslandi með hlutum sem aðrir eiga að sjá um að séu í lagi.

Ég sé liðið í anda opna 3 dollur af Hunts tómötum árlega af 300.000 og telja síðan okkur trú um að hinar 299.997 séu í lagi!!!! Þið getið ekki annað en séð fáránleikann í þessu. 

Sindri Karl Sigurðsson, 16.8.2013 kl. 12:30

7 identicon

Sindri, þú segir "Þetta eftirlit á að fara fram heima hjá framleiðandanum" en við erum framleiðandinn og höfum ekki þetta eftirlit. Íslenskar matvörur eru framleiddar á Íslandi og "Þetta eftirlit á að fara fram heima hjá framleiðandanum" en við getum ekki gert það. Tómatabóndi á Flúðum sem vill selja sína tómata þarf að fá mælda alla mögulega og ómögulega hluti samkvæmt reglunum, sama hvort hann segist nota skordýraeitur eða ekki. "það eru stjórnvöld í viðkomandi landi sem eiga að sjá til þess að afurðir frá landinu uppfylli lög og reglur." Ísland er þetta viðkomandi land þegar við tölum um Íslenska matvælaframleiðslu og við uppfyllum ekki lög og reglur, afurðir okkar uppfylla ekki þau lög og reglur sem heimila sölu til manneldis.

Í sambandi við innfluttar vörur þá erum við svo lítið markaðssvæði að ríki utan ESB fara ekki að leggja í þann kostnað að gera þessar prófanir sérstaklega fyrir okkur. Ef við gerum ekki prófanirnar sjálf þá verða matvörur frá ríkjum utan ESB einfaldlega ekki fluttar inn. Og aftur---Israelskar appelsínur og Bandarísk ber og epli er hægt að komast af án. En hver verða áhrifin þegar Egils Malt, Flúðasveppir og Ora grænar baunir verða bannvara?---

Espolin (IP-tala skráð) 16.8.2013 kl. 14:06

8 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Berja hausnum við steininn er ein leið til að fá hausverk...

Þú hefur að sjálfsögðu lesið fréttina, reikna ég með. Lestu hana aftur, því of oft er ekki nóg fyrir suma.

Sindri Karl Sigurðsson, 16.8.2013 kl. 17:48

9 identicon

Í fréttinni segir „Ísland hefur hingað til fengið undanþágu til að greina færri varnarefni í matvælasýnum, en EES reglur gera kröfu um, á meðan unnið væri að úrbótum á efnagreiningum.

Forsendur fyrir þessari undanþágu og nauðsynlegum úrbótum falla burt ef ekkert verður af framkvæmd verkefnisins „Örugg matvæli“, sem jafnframt nær til fleiri aðskotaefna og efnisþátta í matvælum.

Eins og horfur eru í dag og ef íslensk stjórnvöld geta ekki brugðist við, er matvælaöryggi á Íslandi stefnt í hættu frekar en að vinna að nauðsynlegum úrbótum í samræmi við fyrirliggjandi áætlanir og skuldbindingar.

Neytendur verða að geta gengið að því vísu að matvæli hérlendis ógni ekki heilsu þeirra og ofangreint verkefni er liður í að tryggja það. Því tengist þetta verkefni fyrst og fremst því að framfylgja núgildandi reglugerðum sem snúa að bættu matvælaöryggi á Íslandi...."

Þannig að það er bara spurning hvaða Andrés Önd blað þú varst að lesa.

Espolin (IP-tala skráð) 16.8.2013 kl. 19:47

10 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég veit nú eiginlega ekki hvort ég á að fara í bunkann síðan 1976 (þann danska) eða þann íslenska frá því eftir 1990 eða hér um bil, merkilegt hvað hægt var að snúa góðum dönskum húmor upp í góðan íslenskan húmor án vandkvæða.

Ef það tækist jafn vel að snúa reglugerðum EU upp á íslensku þá værum við örugglega ekki að karpa um sinn hvorn hlutinn.

Þú tekur út úr textanum tilkynningu en ekki frétt. Fréttin er að spínat sem flutt er INN er óhæft til matar. Tilkynningin kemur frá þeim sem vilja fá meira að gera og snúa hlutunum á haus.

Lestu Anders and & Co. ekki Andrés Önd

Sindri Karl Sigurðsson, 16.8.2013 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Karl Sigurðsson

Höfundur

Sindri Karl Sigurðsson
Sindri Karl Sigurðsson
Jafn trúaður og við hin!
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • ...438_1166335
  • Veiða og sleppa hvað?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband