Kominn tími til

Ég get alveg skilið þau sjónarmið að það eigi að halda ákveðnum dögum "heilögum" en ef horft er til framleiðeiðni vinnuafls og hagræðingar í mannahaldi þá er þetta ekki spurning. Veit fátt vitlausara en að frídagar séu á þriðjudögum til og með fimmtudags. Þetta gerir ekkert annað en að eyðileggja vinnuvikuna, bæði fyrir launþegum og atvinnurekendum.

Löngu tímabært að þetta verði lagað að því sem er í nágrannalöndum okkar.


mbl.is Hátíðisdagar færðir að helgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í Svíþjóð er til fyrirbæri sem heitir " KLEMMDAGUR "

Það er þegar mánudagur eða föstudagur klemmist á milli helgar og frídags. Þar sem það er mögulegt á að leyfa fólki að vinna klemmdaginn af sér, og sá þar með lengri helgi.

Kristinn Rósantsson (IP-tala skráð) 6.11.2012 kl. 08:06

2 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Klemmdag er mun gáfulegri leið en sú að færa frídaga til.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 6.11.2012 kl. 09:09

3 identicon

Mikilvægara en að færa til frídaga, sem falla á helgar, væri skemmtilegra fyrir hina stritandi alþýðu að fá fleiri frídaga, helzt að hausti til, þar sem helgidagar eru nær engir miðað við vorin. Þar að auki ætti að koma á fót frídegi í lok maí (eða byrjun júní), sem yrði kallaður sumardagurinn annar. Sumardagurinn fyrsti er auðvitað rangnefni, því að í apríl er ennþá vetur á Íslandi.

Auk þess er nauðsynlegt að afhelga helgidagana, þannig að leyft verði að hafa verzlanir (og önnur þjónustufyrirtæki)  opnar á föstudaginn langa, páskadag og jóladag, auk þess eiga strætisvagnar að keyra á þessum dögum eins og tíðkaðist áður. Það er mjög bagalegt að bíllaust fólk geti ekki komizt leiðar sinnar einungis vegna þess að einhver forréttindatrúarhópur stjórnar enn löggjafarvaldinu með harðri hendi.

Pési (IP-tala skráð) 6.11.2012 kl. 09:25

4 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Pési, ég held að málið sé ekki alveg svona einfalt. Mín vegna mætti afhelga nokkra daga, svona trúarlega séð, en þá verða líka frídagarnir færri. Það væri slæmt til þess hugsa að verslunarfólk og svo margir fleiri ofkeyrðu sig enn frekar vegna slíkra breytinga. Sjálfa langar mig ekkert til að glata góðum frídögum, þannig að ég þakka forsjóninni fyrir helgislepjuna.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 9.11.2012 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Karl Sigurðsson

Höfundur

Sindri Karl Sigurðsson
Sindri Karl Sigurðsson
Jafn trúaður og við hin!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • ...438_1166335
  • Veiða og sleppa hvað?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband