3.11.2012 | 17:41
Fjórðungssjúkrahúsið í Nes
Það er alveg ljóst að í veðri líkt og nú gengur yfir er staðsetning sjúkrahúss fjórðungsins í Neskaupstað mun heppilegri en á Egilsstöðum. Þó svo að ekki sé hægt að fara akandi í sjúkrahús þessa dagana er þó hægt að bregðast við og fara sjóleiðina ef illa fer.
Þegar hrepparígurinn nær hæstu hæðum hér fyrir Austan virðist ávallt gleymast í umræðunni að það er akkúrat við þessar aðstæður sem byggð niðri á fjörðum er í hvað mestri hættu, t.d. hvað varðar snjóflóð.
Auðvitað er þjóðrifamál og í raun algerlega nauðsynlegt að tengja saman byggðirnar með bættum samgöngum, um það er ekki deilt, en á meðan þetta er eins og það er, er jafnljóst að með skotgrafarhernaði kemst enginn áfram.
Seyðfirðingar enn innilokaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sindri Karl Sigurðsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.