Sirkusinn!

Jóhann prins vill að sjálfsögðu hafa undirtökin og ræna byggðir landsins, sem hafa úr einhverju að moða, lifibrauðinu og færa það 101 kaffihúsaklíkunni. Í hennar farteski er m.a. sú medalía að koma til með að eyða í kringum 70 milljörðum í bætur handa fólki sem vantar vinnu, við hæfi. Þó svo að þessi tala sé með þessu ári innanborðs, þá sér ekki fyrir endan á hamingjunni á kaffihúsunum.

Að setja síðan sirkusinn upp þannig að ljótu sægreifarnir séu þjóðfélagslega vondu mennirnir og með það í farteskinu að hamra nógu lengi á falsaðri staðreynd til að hún verði viðurkennd, í þágu þjóðar og réttlætis, þá skuli leggja þær byggðir, sem eftir eru utan kyrkingarólarinnar (kraginn öðru nafni), í kistuna og grafa langt, langt niður. Eflaust er þetta eitt af þeim plottum til þess að draga upp, svo lítið beri á, leikjafræði allra styrjalda; benda á sameiginlegan óvin og beina sjónum sem flests fólks frá raunveruleikanum, sem er ekki frekar dapur, heldur án undankomu eins og staðan er.

Sjávarútvegur á Íslandi hefur aldrei átt Ísland, svo að því sé til haga haldið. Ég man ekki til þess að hafa séð það skrifað og bundið. Síðasta aldarfjórðunginn eða svo hefur þessi atvinnuvegur fengið að vera aðalatriði, síðan aukaatriði og nú allt í einu er hann aftur aðalatriði. Ekki er hann núna í þjóðhagslegum skilningi aðalatriðið heldur í réttlætanlegum (hvernig sem hægt er að búa það hugtak til). "Vegferðin" vill eðlilega stinga undir stól, þeirri staðreynd að það geta ekki margir veitt sama fiskinn, slægt hann og flakað.

Þessi atvinnugrein, sem stóð undir á annan tug þúsunda starfa fyrir um 30 árum, getur aldrei staðið undir sama starfsmannafjölda, þegar búið er að skerða aflaheimildir um rúmlega helming í botnfiski. Það er öruggt. Síðustu 15-20 árin eða svo hafa fjölmiðlar, pólitíkusar og menntakerfið svo eitthvað sé tekið haldið því statt og stöðugt fram að það sé skítavinna "að vera í fiski". Og nú eru skilaboðin: Komið ykkur í burt! Við ætlum að eiga þetta, með hurðum og körmum... Þið gerið bara eitthvað annað...Hvernig ætlast hin sama ríkisstjórn til þess að það verði til fleiri störf í sjávarútvegi með slíkum skilaboðum. Hvaðan á það fólk að koma? Kaffihúsaliðið getur bara barið í búsáhöld, sett upp leikrit og sirkus. Það þarf jafnframt hvíld þess á milli til að geta skrifað um ljótu kallana, einn hér og annar þar. Vonlaust til hefðbundinnar vinnu...

Ekki er ríkisstjórnin að gera neitt í þessum málum til batnaðar. "Ögurstund í sjávarútvegsmálum", það er eins og atvinnugreinin sé á vonarvöl og komi brátt í buxnabrot ríkisstjórnarinnar. 80 manna starfsstétt er att í verkfall vegna hvers? Jú kannski til að vera fórnarpeð þeirrar orrustu sem er að hefjast. Það er í það minnsta ekki vilji stjórnvalda að koma að kjarasamningum þannig að ekki upp úr sjóði. Það er nokkuð ljóst, því það hentar ekki sirkusnum og skúespilinu sem búið er að skrifa í handritið.

 

 


mbl.is Ögurstund í sjávarútvegsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Karl Sigurðsson

Höfundur

Sindri Karl Sigurðsson
Sindri Karl Sigurðsson
Jafn trúaður og við hin!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • ...438_1166335
  • Veiða og sleppa hvað?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband