Endalausa sagan!!

Hvernig væri að fara eftir stjórnaskránni eins og hún er? Mér finnst þetta "dæmi" dæmalaust. Til hvers að finna upp hjólið "aftur" þegar það sem er undir hefur ekki einu sinni rúllað einn hring?

Hér er einfaldlega verið að slá ryki í augu fólks...


mbl.is Stjórnarskrá fyrir fólkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 Kannski Sindri ! kannski ekki ? erfitt að segja til um það fyrr en nokkuð vatn hefur runnið til sjávar og reynsla komin á, það er án efa eitt og annað í gömlu stjórnarskránni, sem hefur staðið í vegi fyrir betrunum, en svo getur þetta bara verið enn eitt "snuðið" upp í lýðinn til kaupa stjórninni frið.

Hef velt þessu og ýmsu öðru álíka fyrir mér sbr. HÉR 

MBKV að utan en með hugann heima

KH

Kristján Hilmarsson, 7.11.2010 kl. 18:50

2 identicon

Mér finnst löngu tímabært að íslenska þjóðin semji sína eigin stjórnarskrá sem hæfir íslensku samfélagi á 21. öldinni.  Stjórnarskráin sem nú er í gildi var ljómandi fín löggjöf á seinni hluta 19. aldar og þjónaði vel ríki sem var undir stjórn annars ríkis.  Hins vegar eru tímarnir breyttir.  Mig langar að horfa fram á veginn ... ásamt mínu samferðafólki sem byggir þetta land.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 20:41

3 Smámynd: Björn Leifur Þórisson

Með fullri virðingu þá held ég að þú hafir ekki kynnt þér nægilega vel hvernig þessi fundur fór fram. Ég sat fundinn (var valinn í slembiúrtakinu) og hann var miklu betur skipulagðari heldur en ég átti von á. Alls konar fólk á öllum aldri kom skoðunum sínum allt á framfæri og sem betur fer var mjög einróma niðurstaða í veigamiklum málum s.s. skarpari skil á skiptingu valds (ráðherrar ekki þingmenn), aukningu beins lýðræðis (persónukjör þar sem fólk getur raðað á listana í kosningum) og fækkun þingmanna. 1000 manns eru miklu meira en marktækt úrtak og endurspegla þar með vilja þjóðarinnar.

Björn Leifur Þórisson, 7.11.2010 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Karl Sigurðsson

Höfundur

Sindri Karl Sigurðsson
Sindri Karl Sigurðsson
Jafn trúaður og við hin!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • ...438_1166335
  • Veiða og sleppa hvað?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 27862

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband