Færsluflokkur: Umhverfismál

Að fá í hnakkann

Ég hef fylgst með fiskirækt í nokkuð marga áratugi, verið partur af henni og nýtt hana til veiði og tekjuöflunar. Nú ber svo við að veiðiréttaeigendur eru farnir að sverja af sér, að hentugleika, uppeldi og afhendingar á seiðum til sleppingar í ám og vötnum. Að sögn hefur núverandi forstjóri Haf og vatn sagt að lífslíkur þessara seiða sem sleppt var í denn, væru mjög takmarkaðar vegna rangra aðfara við þær.

Ef grafið er djúpt í skýrslur, sem eiga að vera aðgengilegar inni á Haf og vatn en geta tæpast talist vera svo. Sést hvernig haldið er utan um sleppingar á laxaseiðum og sjóbirtingi í fallvötn frá því á 7unda áratugnum fram í þann 9unda, eða um 30 ára skeið.

Þar kemur margt fróðlegt fram sem ég hvet þá sem lítið vita um málið að lesa. Orð forstjóra Hafs og vatns eru innihaldslaus að því marki að í mjög mörgum tilvikum var staðið eins vel að þessum sleppingum og best er gert í dag. Ég er til vitnis ef svo ber undir.

Síðustu árin er auðvelt að benda á tvær ár þar sem ekki síður vafasamt á sér stað gagnvart inngripi í náttúruna en eldi á norskum laxi (sem nb. hefur átt sér stað síðan Ísnó var með klak og hrognaframleiðslu á norskum laxi í Kelduhverfi

Ein þessara áa er Selá í Vopnafirði en þar er búið að opna fyrir laxagengd og sleppa seiðum á vatnasvæði urriða sem hefur að öllum líkindum (hef ekki séð neina rannsókn þar um, enda ekkert umhverfismat þarft) er búinn að búa þar í árþúsundir. Enginn kvartar undan því, spyr spurninga eða ber tilfinningar sínar á torg, líkt og framsetning veiðiréttahafa byggir á.

Hin áin er Jökla, þar eru bleikjustofnar og hafa alltaf verið. En skítt með það.

Málstað að verja? Hvaða málstað hafa veiðifélögin að verja?


mbl.is Telja fiskrækt í ám og eftirlit í ólestri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkilegur andskoti

Þessi alhæfing er eflaust fengin úr meðaltali en breytir engu, tóm þvæla engu að síður:

„Við bár­um okk­ur sam­an við töl­ur frá Bretlandi og Tékklandi, því að hita­stig þar er svipað og hér á landi og því get­um við ímyndað okk­ur að orku­notk­un við kynd­ingu og kæl­ingu yrði svipuð.

Það þarf ekki einu sinni veðurnörd til að hrekja svona staðhæfingar.

Eitthvað hlýtur að hafa gengið af garði, það að skola niður öllu sem á undan og eftir kemur með svona setningu er galið.

Þessi umræða er flott en það á ekki að leggja á hliðina með myndavél, það sem stendur upprétt, án raka.


mbl.is „Myndum aldrei kaupa kol í þessu magni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Apafréttamennska

Gott að vita til þess að 10 þúsund hafi komist af. Merkilegt er samt að vita til þess að þetta sé vegna einhvers sem enginn hefur áður séð en samkvæmt fréttinni þá munar viðkomandi ekkert um að troða þesari frétt og það með herkjum, upp á loftslagsbreytingar.


mbl.is Ísjaki veldur dauða 150 þúsund mörgæsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruglið er án endimarka

Í hverju myndi ég lenda ef mér myndi detta í huga að framkvæma gjörning og pissa í fallegum boga beina leið í Strokk? Tjaaaaa. Ég er að búa til list... He he....

Hvernig væri nú að sekta þennan mann og láta hann síðan svíða í boruna þegar sá hinn sami er leiddur upp í næstu flugvél með orðunum:

Jæja væni íslensk list í hnotskurn...

Um hvað er landslýður að rífast þegar kemur að umhverfismálum og síðan er barasta allt í lagi að ganga um náttúruna eins og "listamaður" án afleiðinga???

 


mbl.is Ætlar ekki að greiða sektina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að drepa meindýr

Maður getur nú ekki annað en hrist hausinn yfir þessu. Ábending um að músum sé drekkt... og það þurfi að skoða það betur vegna dýravelferðarákvæða...

Það tístir nú einfaldlega í mér yfir sirkusi fáránleikans.

 


mbl.is Ábendingar um að músum sé drekkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Operation Smaladrengur"

Það má margt segja um þá tilraun sem er í gangi í Kolgrafarfirði en það er þó alveg ljóst að horfa og hvað þá sitja og tala eða rita um einhverja möguleika duga engan veginn. Nægur tími hefur gefist til þess að koma í veg fyrir þetta ástand og það hefur einfaldlega sýnt sig að tími er ekki það sem þarf.

Hér verður einfaldlega að taka upp gamla, góða og sígilda aðferð; að fikta og gera það þar til árangur næst.

Það að setja Signal bombur til höfuðs silfri hafsins er einfaldlega góð hugmynd og saga til næstu heimsálfa ef hún gengur upp. 


mbl.is Sprengingarnar virðast bera árangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfðablöndun Elliðiaárslaxins

Mæli með því að blaðamenn kynni sér aðeins fiskirækt á Íslandi síðustu 50 árin og segi mér og hinum síðan í hvaða laxveiðiám á Íslandi er ekki að finna erfðaefni Elliðaárlax.

Ég veit ekki betur en að tittirnir úr þessari á hafi farið hringferð um landið og sleppt vísvitandi út í náttúruna. Jafnframt væri fróðlegt að vita hvað mikið af náttúrulegu svæði silungs (urriða sérstaklega) hefur verið spillt í þágu laxveiði. Þau dæmi eru mörg og eru á fullri ferð þessi misserin, get nefnt dæmi en það er best að fréttafólk fái að spreyta sig á þessu verkefni.


mbl.is Stóraukið laxeldi hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Senda "snillingnum" reikninginn

Það er öll vitleysan eins. Reikna með að það verði ekki potta og pönnu réttarhöld yfir svona "snillingi" sem setur sig á háan hest á kostnað íslenskra ríkisborgara. Eins gott að taka 5000% álagningu á kostnað þegar dæmið er gert upp.
mbl.is Fannst fyrir hreina tilviljun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bitlingar og stofnanir hins opinbera

Hið opinbera býr til stofnanir hér og þar. Þær fá lögbundið hlutverk eins og kveðið er á um í lögum. Ríkið á að sjá þeim fyrir rekstrarfé og þar með hlýtur það jafnframt að eiga að sjá til þess að viðkomandi stofnun geti sinnt sínu hlutverki.

En svo er nú ekki, flott að setja stofnun hér og aðra þar. Opinber störf um landið eru af hinu góða, ef þau hafa einhvern tilgang annan en þann að skapa störf. Störf hjá hinu opinbera eru nefnilega oft á tíðum ekki sköpuð um nokkuð sérstakt, það verður bara sérstakt þegar starfsmenn berjast fyrir tilverurétti stofnunarinnar og þar með sinnar vinnu.

Í þessu tilfelli, sem um er skrifað, eiga landeigendur viðkomandi túristastaði. Landeigendur eru orðnir þreyttir á aðgerðaleysi stofunnar sem viðkomandi málaflokkur er undir og ákveða að gera þessa hluti sjálfir.

Þá hlýtur að sjálfsögðu að vera eðlilegt að heimta gjald fyrir, enda eiga þeir svæðið, bera ákveðna ábyrgð á því og þurfa að borga sína fjárfestingu.

Hvaða áhyggjur hefur þá þetta fólk sem situr í stofunni? Það getur setið þar áfram, með augljósan tilgang.


mbl.is Stjórnvöld sjái um gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blessuð rollan

Ég hef nú aldrei skilið til hvers verið er að rækta alla þessa sinu á láglendi og aka síðan með bústofn og lifibrauð bóndans yfir allt ónotaða grasið á svæði sem á í erfiðleikum með að halda gróðri. Ekki nóg með það eitt, síðan þarf að smala þetta svæði í leit að fáeinum skjátum, í sumum tilfellum með ærnum tilkostnaði.

Auðvitað eru sumar jarðir landlitlar og því þetta fyrirkomulag nánast eina úrræðið fyrir suma til að halda bústofn en fyrr má nú öllu ofgera ef þetta er eina ráðið. 


mbl.is Ítala á Almenninga verði 130 lambær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Sindri Karl Sigurðsson

Höfundur

Sindri Karl Sigurðsson
Sindri Karl Sigurðsson
Jafn trúaður og við hin!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • ...438_1166335
  • Veiða og sleppa hvað?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 27851

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband