Þvílíkt bull

Með fullri virðingu þá stendur þessi pistill hjá greinarhöfundi á haus!! Fyrriparturinn er það sem almannavaldið á að sjá um, hitt er eyrnamerkt nú þegar í skattheimtunni, t.a.m. vegafé. Ef þetta er rétt eftir haft, þá er Ögmundur kominn í sama gírinn og hann hefur verið í síðan ég man eftir, með fáum undantekninga skiptingum, síðast í bakkgír í sumar. Nema að það hafi verið öfugt.

Ég get ekki séð annað en að Ögmundur ætli sér að þjóðnýta lífeyrinn minn, til að komast hjá því að taka leiðinlegar ákvarðanir. Ákvarðanir eru nefnilega annað hvort leiðinlegar eða skemmtilegar. Erfiðar ákvarðanir eru ekki til nema hjá þeim sem eru fullir ótta við að taka þær.

Sök sér að byggja brú eða göng, það sparar þó og bætir til framtíðar og komandi kynslóðir koma til með að njóta þeirra verka.

Ég væri til í að lána þér þessa peninga, Ögmundur, ef ég fæ kvittað upp á að það komi samsvarandi skattalækkun á móti. Annars þarftu að ræna mig og ég tek ekki vel á móti slíku hyski.


mbl.is Lífeyrissjóðir láni í velferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála þér "algjör steypa þessi hugmynd..!"

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 14:44

2 identicon

Ég tel víst að lífeyrissjóðirnir verði þjóðnýttir. 

Það er bara spurning hvort aurnum verður brennt á þennan hátt, eða hvort aurinn verður notaður í atvinnuuppbyggingu og niðurgreiðslu skulda...

Gulli (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Karl Sigurðsson

Höfundur

Sindri Karl Sigurðsson
Sindri Karl Sigurðsson
Jafn trúaður og við hin!
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • ...438_1166335
  • Veiða og sleppa hvað?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband