12.9.2009 | 13:05
Marklítil æfing
Það er hálf hjákátlegt að horfa til þess að aðkoma Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað skuli vera sem því næst engin. Jafnframt að hugsa til þess að ef ekki væri hægt að lenda á Egilsstaðaflugvelli vegna braks á braut, að þá sé horft framhjá næsta flugvelli, sem er flugvöllurinn í Neskaupstað. Burt séð frá einu skurðstofunni á svæðinu og CT tæki.
Ég sem leikmaður og áhorfandi skil ekki skipulagningu sem þessa öðruvísi en þannig að pólitíkst sé FSN úti í kuldanum.
Flugslysaæfing á Egilsstöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Heilbrigðismál | Facebook
Um bloggið
Sindri Karl Sigurðsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeir hérar vilja láta loka FSN
Ekki héri (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 13:32
Það er algerlega út í hött að færa ekki fjórðungssjúkrahús austurlands á Egilsstaði.
Það að sjúkrahúsið skuli vera á Neskaupsstað er barn síns tíma en í dag fáránleg staðsetning. Að sjálfsögðu á það að vera í umdæminu miðju en ekki á útkjálka þess.
Aðalsteinn Baldursson, 12.9.2009 kl. 15:09
Sæll Aðalsteinn.
Ég er ekki að taka afstöðu til þess hvar hlutirnir eiga heima. Kæmi mér ekki á óvart að í sumum löndum sé eitt sjúkrahús á sama ferkílómetra lands og Ísland er. Það jafnvel án varaflugvallar.
Þetta er samt sem áður fáránleg hugmyndafræði að halda að heilsugæsla og öldrunarheimili skuli geta ráðið við flugslys. Það fara breiðþotur um þennan flugvöll og hann er einn af aðal varaflugvöllurm landsins.
Að auki þá sér eina atvinnuslökkvilið Austurlands (utan flugvallar), sér ekki fært um að mæta, án þess að ég viti af hverju það stafar. Kannski þyrfti að kanna það?
Þú getur kannski sagt mér hvernig á að flokka slasaða og koma þeim á Landspítalann, eins fljótt og hægt er, án þess að nota bestu fáanlegu tækni???? Hvernig á að réttlæta mistök sem gætu komið upp vegna þessa?? Hver bæri ábyrgðina?
Ég þarf betri útskýringar en eitthvað sem segir að hlutirnir væru betur komnir annarstaðar. Það er auðvelt að nota þau rök um nánast allt sem er að gerast í þjóðfélaginu í dag.
Sindri Karl Sigurðsson, 12.9.2009 kl. 16:29
Það kostar okkur sennilega mun minna að gera góð göng til Norfjarðar, og áfram til Seyðisfjarðar og Héraðs, heldur en að færa FSN. Þannig að það er engin lausn.
En algerlega óháð því, þá verða svona æfingar að byggja á þeim björgum sem eru til staðar, og FSN er ein af þeim.
Eiður Ragnarsson, 12.9.2009 kl. 18:36
Hafa menn hugleitt hvernig tilurð sjúkrahús á Norðfirði?Þegar norðfirðingar ráðast í byggingu þess í kringum 1940 var það af þeirra frumkvæði og atorku,þvi hér réðu hugsjónar menn og gera enn saman ber að hér er enn í dag eitt öflugasta sjáfarútvegsfyritæki á Íslandi,en að það frábæra starfsfólk sem er á FSN skuli ekki vera með í ráðun á þessari æfingu sýnir eiangrunarhyggjub á efra,og mynnimáttarkend þeirra
Nobbari (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 19:00
PLS hérsar skríðið út úr kofunum setjið á ykkur skotthúfurnar snarið ykkur í sauðskinnsskóna og farið að dansa skottís.
ekki héri (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 21:40
Sæll Eiður.
Að sjálfsögðu er það ódýrari lausn, sama hvernig litið er á málið, að eyða peningum í samgöngur þarna á milli en að færa hlutina á milli staða. Þarf ekki meira en eðlilega rökhugsun til að finna það út.
Nobbari:
Já það er nefnilega ekki alveg öllum ljóst að FSN hefur í raun verið meira og minna verið drifið áfram af heimamönnum, ekki ríkinu. Það er kórrétt að öflugasta fyrirtæki landsins í vinnslu á uppsjávarfiski er staðsett á Norðfirði.
ekki héri:
Já en það meiga þeir eiga; Hjalli Jóels ásamt fleirum, að þau kunna að dansa þessa dansa, þó að við kunnum þá ekki.
Sindri Karl Sigurðsson, 12.9.2009 kl. 22:48
Ég er innilega sammála því að göng sem tengja saman Hérað - Seyðisfjörð - Mjóafjörð - Norðfjörð - Eskifjörð er eitthvað sem ætti fyrir löngu að vera byrjað á. Þegar þau göng eru komin er fyrst hægt að tala um að FSN geti á skilvirkan hátt þjónað svæðinu öllu.
Eiður, það er ekki alltaf sem að fært er á milli Héraðs og Neskaupsstaðar þannig að æfa þetta án þeirra er fyllilega raunhæft og ég get ekki tekið undir orð Nobbara að um sé að kenna einangrunarhyggju. Nú er ég hvorki íbúi á Héraði (vann þar að vísu í eitt ár) né á Norðfirði þannig að ég held að ég geti með sanni sagt að ég sjái þetta með augum aðkomumannsins.
Aðalsteinn Baldursson, 12.9.2009 kl. 23:43
Norðfirðingar hafa ætíð staðið að fyrirtækjum með miklum myndarskap og þau hafa skilað þjóðarbúinu umtalsverðum hagnaði,ef Norðfirðingar reistu þetta sjúkrahús og þá voru sem og er enn ein gjöfulstu fiskimið landsins hér utan við,þannig að þessi stofnun varð til vegna þeirra miklu atvinnusköpunar sem hér varð og er enn.Lausnin í þessum málum er að hefjas handa við þessi göng sem tengja munu saman Fjarðabyggð Seyðisfjörð og Fljótsdalshérað þá má hafa þessar æfingar á Egs flugvelli og nota krafta þess frábæra starfsfólks sem er að störfum hjá FSN.Einnig þarf að huga að uppbyggingu flugvallar á Norðfirði svo hann geti þjónað sem varaflugvöllur ef svo hræðilega vildi til að slys yrði á Egs flugvelli.En hvaða hlutverki gengdi slökkvilið frá Akureyri á þessari æfingu.
Nobbari (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 13:10
Já það er auðvelt að sitja og gagnrína það sem menn þekkja ekki, við eigum að fagna öllum þeim viðbragðsæfingum sem haldnar eru í okkar umdæmi.
Ég vill benda mönnum á að fara inná flugstoðir.is og skoða þessa flugslysa áætlun og athuga hvort gert sé ráð fyrir þeim í henni, og ef svo er þá er það ykkar að leiðrétta útkalshópana hjá ykkur. Eða hafa samband við flugstöðir og athuga afhverju þið eruð ekki í áætlunini, mér sýnist að flestallir viðbragðsaðilar á svæðinu séu með.
Hvað slökkvilið Akureyrar varðar þá sjá þeir um að setja upp vettfangin.
Ég tók þátt í allri daskráni og þetta var mjög góð og gagnleg æfing allavega hvað varðar Slökkviliðið.
Kári Snær (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 13:31
Mættu þá Akureyringar sem raunverulegt BRUNALIÐ. Nær hefði verið að fá slökkvilið V............ þar VORU EIHVERJIR SEM KALLAST GÆTU BRUNALIÐSMENN, held að þeir hljóti að vera hættir störfum það samræmist ekki slökkviliði að hafa brunaliðsmenn í vinnu.En Maggi Kjartans var með brunaliðið hann hefði ábyggilega getað sett um mega vettvang þarna
nobbari (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.