2.4.2016 | 16:14
,,Skattaskjól''
Það er hægt að finna margt fróðlegt á netinu. T.d. að Tortola lætur túristann borga við komu til landsins, skatt sem nemur $20 með flugi en $5 með skipi. Það er meira en sumir framkvæma og kannski þarf ekki að spá neitt meir í þetta, frekar hysja sig í brók.
Samkvæmt Wikipedia eru 52% af tekjum Tortola vegna gjalda sem fyrirtæki borga (fyrir skattaskjól býst ég við). Restin af tekjunum kemur nánast envörðungu af ferðamennsku. Meðaltekjur vinnandi fólks eru um $2.500 á mánuði, sem er á pari við okkur hér heima á skerinu 45% af tekjum eyjanna eru í þeim geira.
Svipað má segja um Bahamas, þar er enginn eiginlegur skattur á hinn almenna verkamann/launþega en ofurtollar á neysluvörum í stað þeirra. Þeir borga sem nýta er mottóið og nánast allar nauðsynjar eru fluttar frá USA (mestmegnis Florida). Í eina skiptið sem ég hef komið til Bahamas þótti mér það afar fróðlegt og vasinn breyttist í tösku, ef svo má að orði komast.
En að ofansögðu, hvað er þá vandamál okkar á hinu margrómaða Íslandi?
Pólitík? Nei varla, ég varð vitni að ýmsu sem telst ga, ga á Bahamas, meira að segja okkar mælikvarði nær varla upp í það rugl sem viðgekkst þar.
Skattamál? Já það gæti verið og þá er næsta spurning; afhverju?
Skattar eru letjandi fyrirbrigði og það munu ávallt allir sem geta, reyna að forðast að borga meiri skatt en þeir þurfa.
Ríki sem eiga ekkert nema ferðamenn verða að ná tekjum inn á annan máta og það gera þessi svokölluðu og ,,vondu´´ skattaskjól, með því að laða að fjármagn og ofurtolla nauðsynjavörur.
Kannski, í öllu ferðamannabúmminu ættum við að velta þessum steini við og sjá hvað er undir honum? Þetta er ekki eini steinninn í fjörunni.
Eiga verðbréf í skattaskjólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sindri Karl Sigurðsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, það gæti verið kappsmál að velta þeim illræmda steini við sem heitir "íslenzk ferðaþjónusta" þar sem allir sem vettlingi geta valdið hafa keppzt um að taka grunlausa túrista, sem hafa af misskilningi álpazt hingað til lands, í þurrt rassgatið. Megum við við því að fá á okkur verra mannorð en Norður-Kórea sem ferðamannaland? Í lokin þegar TripAdvisor byrjar að ráða fólki frá því að ferðast hingað, þá verður Hrun Opus 2. Og þá þýðir ekkert að breyta landinu í fjármálamiðstöð eða skattaparadís, það hefur verið reynt áður með hörmulegum afleiðingum.
Það eru margar leiðir sem hafa verið ræddar til að drýgja tekjur íslenzka ríkisins og allar þessar leiðir eru annað hvort afleitar eða þá óframkvæmanlegar vegna skriffinnskuveldisins hér eða rangra ákvarðana sem takmarka þetta, eins og að byggja álver sem skila engu til þjóðabúsins, borga ekki skatt en fá mestallt rafmagnið sem er framleitt á landinu og það á spottprís. M.a. þess vegna eru engin gagnaver hér, ekki nógu margar MWh afgangs. En hér á landi er mikið landflæmi sem er lítið annað en urð og grjót og sem er illa nýtt, en engin ástæða til að frið. Hér mætti velta upp mörgum möguleikum á alls konar tekjulindum, sum kannski á gráu svæði.
Pétur D. (IP-tala skráð) 3.4.2016 kl. 17:24
Það er allavega kominn tími á að skattleggja ferðaþjónustuna eins og annan rekstur í landinu, en hún nýtur skattfríðinda umfram aðra. Virðisaukaskattleysið á sér þó þær skýringar að ferðamenn fá hann hvort sem er endurgreiddan við brottför ef hann er á reikningi. Það eru því ákveðin rök fyrir því að spara í skrifræðinu með þessum hætti.
Þegar rætt er um skattaskjól, þá er talað um þau eins og einhverja afvikna staði sem lúta eigin lögsögu, en staðreyndin er sú að samkvæmt EES þá er leyfilegt að stofna skúffufyrirtæki í evrópulöndum og kjósa að greiða skatta þar sem skattaumhverfið er hagstæðast. Apple er t.d. Gert út frá Írlandi af þessum sökum. Svo er einnig um mörg íslensk fyrirtæki.
það er líka vert að nefna að þessi skattaskjól og aflandseyjar eru allflest í lögsögu evröpusambandsins og lúta stjórn og blessunar bandalagslanda. Þar eru Bretar, Hollendingar og lúxarar fremstir keðal jafningja.
Önnur hlið á þessu eru svo lönd eins og sviss með sína örjúfanlegu bankaleynd, sem oft er skjól fyrir illa fengið eða vafasamt fé. Þessi lönd akipta raunar tugum í öllum álfum, Lichtenstein þar á meðal, sem er ásamt okkur og norðmönnum í efta.
Nú er spurning hvort er hinn raunverulegi vandi, þessi afurð glóbalismans eða þeir sem nýta sér hana. Eigum við að halda áfram nornaveiðum og eltast við gerendur eða eigum við að taka á rót vandans?
ég hef engin svör.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.4.2016 kl. 16:38
Skattlagning er annars ein megin astæða atgerfisflótta. Bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Hækkun skatta er íbesta falli vafasöm aðgerð þegar hugað er að auknum tekjum í ríkissjóð. T.d. þá er nokkuð víst að margir fundu aurum sínum annan náttstað þegar Jóhönnustjórnin. hækkaði fjármagnstekjuskatt um 100% á síðasta kjörtímabili.
Ég er þeirrar skoðunnar að skattar ættu að vera sem lægstir og tekjuskattur á einstaklinga jafnvel afnumin og að skattlagning færi fremur fram í gegnum neyslu. Slíku skattgerfi er líklega auðveldara að stýra auk þess sem afnám tekjuskatts á einstaklinga, væri bæði fyrirtækjum og einstaklingum til góða
Jón Steinar Ragnarsson, 10.4.2016 kl. 16:57
Sæll Jón og Davíð, þakka innleggin.
Það er að sjálfsögðu rétt að VSK er endurgreiddur ef svo ber undir en eins og ferðalangar vita, er ekki verið að eltast við "allan pakkann" í þeim efnum og þ.a.l. skilar ferðamaðurinn virðisaukaskatti eftir í landinu.
Jafnt og þú Jón, hef ég engin svör heldur, þetta er spurning um hugarfar, líkt og Pétur bendir á að það er margur óplægður akurinn sem vert væri að gefa gaum, eða hvað? Eyðimörk í dag en blómlegur akur eftir 50 ár. Það gerist ekki á einni nóttu, þetta þarf sinn tíma, hvort sem okkur líkar betur eða verr.
En burt séð frá þessu þá er hollt og gott að skoða ranninn og virkilega velta fyrir sér hvort að eitthvað í kerfinu sé að búa til vandamál. Ég segi og held því fram að kerfið búi til einstaklinga sem, já án refja og fordæmingar, sem að sjálfögðu, gera allt til að notfæra sér möguleikana. Það skiptir ekki máli í því samhengi hverjir þeir eru en reglur, eru til þess gerðar að setja skorður og við hin, ég meðtalinn, fer framhjá þeim ef þær eru vit-lausar. Óframkæmanlegar reglur eru að sama skapi mjög "skemmtilegar" í framkvæmd hjá þeim sem þurfa að halda uppi framkæmd þeirra en það er annað mál og utan míns sjóndeildarhrings, ef svo má að orði komast.
Í seinna innleggi þínu Jón ertu í raun að ýta svissnenska kerfinu að. Það hefur jafnframt komið margoft fram í umræðunni varðandi ,,ákvarðanatöku fólksins" að hlutir eins og skattar og álögur eigi að vera undanskildar "beinu lýðræði" og það sé ákvörðun kjörinna fulltrúa hverju sinni, hvernig framkvæmdin er.
Þarna stendur hnífur í andskotans beljunni, enda engin von til þess að kjörnir fulltrúar muni semja lög "niðurfyrir sig".
En þeir eru í vinnu fyrir mig og þig, þ.a.l. hafa þeir ekkert um þetta að segja...
Sindri Karl Sigurðsson, 10.4.2016 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.