12.1.2016 | 21:10
Epli og önnur epli
Þó svo að kaupmáttur í Rússlandi sé á niðurleið þá má ekki loka augunum fyrir því að það hefur þráðbein áhrif á önnur lönd í kring.
Burt séð frá þessu þá annar markaður fyrir loðnuhæng (sem frystur er frá janúar til mars) nánast allur innan tollabandalagsþjóða Rússlands sem eru Hvíta Rússland og Kazakhstan. Þar blikka eingöngu í besta falli gul ljós varðandi heimild til innflutnings og skilja því Moldavíu og Úkraínu eina eftir sem mögulegan kaupanda. Annað landið eitt það fátækasta í vesturhluta Sovét sálugu og hitt í rúst vegna stríðsástands. Hvorugir munu teljast mjólkurkýr, í þeim skilningi að vera stöðugir og gefa vel og hvað þá rísandi markaðir.
Hinn hluti loðnuvertíðarinnar er hrygna fryst inn á Japansmarkað og í litlum mæli á önnur Asíuríki. Sú vinnsla stendur yfir í um 10 daga og magn útflutt á árinu 2014 nam um 7.000 tonnum í heildina og svo að auki er frysting loðnuhrogna.
Til glöggvunar þá þarf um 100.000.- tonn af loðnu til að framleiða 10.000 tonn af loðnuhrognum. Útflutningur loðnuhrogna hefur gjörbreyst á síðustu 15 árum og þar hefur Rússlandsmarkaður dregið vagninn á löngum köflum. Viðbúið er að verð fyrir loðnuhrogn muni gefa verulega eftir, þar sem engin er samkeppnin og framleiðslan undanfarin ár hefur verið um 2 til 3 fallt meiri en Japansmarkaður þarf til síns brúks. En Japansmarkaður er um 4.000 tonn. Stór hluti þess magns sem þar endar kemur við í öðrum löndum Asíu til vinnslu, s.s. Víetnam og Kína.
Nú skal hver og einn hugsa sitt og velta upp þeirri spurningu hvort það sé eitthvað vit í því að frysta loðnuhæng upp á von og óvon, eða einfaldlega búa til mjöl og lýsi á í besta falli helmingsverði miðað við að frysta sama fiskinn inn á Rússlandsmarkað. Ef valin er sú leið að framleiða mjöl og lýsi er þjóðarbúið að tapa verðmætum fyrir hvern dag sem fjær dregur áramótum vegna minnkandi lýsisinnihalds loðnunnar. Á móti kemur óvissan um magn og söluverð á frystum hæng.
Í allri umræðu um veiðigjöld og arðsemi útgerðarinnar þá er viðbúið að veiðigjöld þeirra sem veiða og vinna uppsjávarfisk muni dragast verulega saman á árinu. Þetta eru þau gjöld sem staðið hafa undir stórum hluta þeirra undanfarin misseri.
Fyrir útveginn er þetta spurning um fugl í hendi eða skógi og það ætti að vera nákvæmlega sama spurning uppi á meðal þjóðarinnar. Óígrundaðar ákvarðanir sem varðar eru af haldlitlum prinsippum eru lítils virði, hvort heldur til langs eða skamms tíma.
Milljarða tap af viðskiptabanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Sindri Karl Sigurðsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.