Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sindri.

Orð einsog sambýlismenn eða sambýlingar gætu komið
til greina. Vinir er einnig fullgilt orð.

Ég held að það sé gamaldags og úrelt að orðin þurfi endilega
að vísa til kynheigðar framar því sem vilji hvers stendur fyrir.

Á sama hátt mætti tala um sambýliskonur og/eða vinkonur!

Húsari. (IP-tala skráð) 1.5.2015 kl. 00:52

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Afhverju þarf að búa til nýtt orð?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 1.5.2015 kl. 02:38

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ein spurning kallar á margar aðrar, eins og svo oft áður.

"Hjón" vísar til tveggja einstaklinga af sitthvoru kyni (þau hjónin). Það er gamaldags og rótgróið, þarf ekki að skýra út fyrir einum eða neinum.

Það er ástæðan fyrir því að kalla eftir öðru orði.

Sindri Karl Sigurðsson, 1.5.2015 kl. 11:33

4 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Par er hvorugkynsorð og parsamband getur verið hvaða sambýlisform sem er, þannig að orðið hjón ætti að vera jafn rétthátt og hitt. Hvað er annars að því að kalla mennina hjón ef þeir eru giftir hvor öðrum? Það væri samt allt í lagi ef til væru fleiri orð yfir þetta hjúskaparform og mætti þá gilda um öll hjón, hvort sem þau eru af sama kyni eða ekki.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 1.5.2015 kl. 11:39

5 identicon

Hjónar fyrir homma.

Hjónur fyrir lesbíur.

Hjón fyrir hina vitleysingana

Hommatittur (IP-tala skráð) 1.5.2015 kl. 11:49

6 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

"Par" er gott orð, notað um fólk sem er að rugla saman reitum og ekki náð því að vera í sambúð eða hjón. "Hjónar" hljómar eins og orðskrípi, en kannski hljóma flest nýorð eins og skrípi til að byrja með.

Sindri Karl Sigurðsson, 1.5.2015 kl. 12:21

7 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Hvað með "Hjúskap"?

Þeir hófu hjúskap...

Þau hófu hjúskap...

Þær hófu hjúskap...

Allt gott og vel brúklegt...

Með kveðju

Ólafur Björn Ólafsson, 1.5.2015 kl. 15:51

8 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þeir eru hjú.... Húsbændur og hjú er eitthvað sem allir hafa heyrt. Eru þá ekki "hjú" gegningafólk á heimili húsbóndanna?

Ég á ekki orðabók Blöndals til að hræra í þannig að kollur og viskubrunnur verður að duga. Þetta er að sjálfsögðu allt brúklegt en það vantar enn orð sem hægt er að nota í stað "hjóna".

Sindri Karl Sigurðsson, 1.5.2015 kl. 16:35

9 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Eins og það er þá er oft betra að sjá skrifin í samhengi og það er oft þannig að samhengið sést best eftir að búið er að skrifa og leggja fram textann.

Ólafur, mér finnst þessi tillaga ekki al galin, það sem þó vantar er að um sérstakan hjúskap er að ræða og það þarf, að mínu viti, að ná yfir... tja ... þetta afbrigði af hjúskapnum. Það er í raun það sem mér flaug í hug þegar ég setti þetta fram í upphafi.

Sindri Karl Sigurðsson, 1.5.2015 kl. 16:41

10 identicon

Orðin "hjón" og "hjú" eru tengd í orðsifjafræðum.  Með orðinu hjú var og er átt við bæði kynin, má hér nefna t.d. vinnuhjú sem merkti vinnufólk af báðum kynjum, annars var talað um vinnumenn eða vinnukonur.

Íslenskan býður upp á nýyrðasmíð og því ekki að spreita sig á að búa til nýtt orð yfir sambúð fólks af sama kyni ef það orð er ekki þegar til í gömlu máli.

Jóhannes (IP-tala skráð) 1.5.2015 kl. 18:06

11 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Jóhanes/Ólafur. Þetta er akkúrat málið.

Hvaða forskeyti ætti síðan að lýsa þessu hjúskaparformi, svona til að fullkomna þetta?

Sindri Karl Sigurðsson, 1.5.2015 kl. 18:51

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hjón er hvorugkynsorð. En þegar hvorugkynsorð stendur með fornafninu þau vísar það auðvitað til beggja kynja. Þess vegna er órökrétt að kalla tvo karlmenn hjón. Það er hins vegar hægt að kalla þá par því það hefur enga tengingu við fornafnið þau. Orðið hjón þýddi einu sinni fleira en það þýðir nú. En sú merking er úrelt og kemur málinu því ekki neitt við.

Þorsteinn Siglaugsson, 1.5.2015 kl. 21:19

13 Smámynd: Benedikt V. Warén

Einfalt:

Hjón (kvk)= Karl og kona  (Hjón, hjón, hjónum, hjóna)

Hjórnar (kk = Karl og karl (Hjónar, hjóna, hjónum, hjóna)

Hjónur (kvk) = Kona og kona  (Hjónur,hjónur, hjónum, hjóna)

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1334247/

Benedikt V. Warén, 2.5.2015 kl. 13:47

14 identicon

Sæll Sindri.

Villan stóra er beinlínis að kalla eftir aðgreiningu,
að sífellt sé leitað lausna í því sértæka þegar
það víðtæka ætti að teljast eðlilegra þegar til framtíðar
er litið.

Það er enginn lengur sem hrópar uppyfir sig vegna
kynhneigðar annarra, sá tími er liðinn.

Menn þurfa að sætta sig við það og láta af öllum
tilraunum sem gætu flokkast undir að geta ekki lifað
nema að vera annað hvort atvinnuhommi eða atvinnuhommahatari.

Húsari. (IP-tala skráð) 2.5.2015 kl. 16:12

15 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég tel að það færi best að þú tækir hús á einhverjum hommahataranum og athugaðir hvort sá hinn sami gæti kannski haft þá hugmynd að búa til orð til að lýsa því sem búið er að pikka hér á undan.

Orð eru til þess að lýsa hlutum og gjörðum. Ef öll farartæki á landi væru skilgreind sem hjólfararapparat, þá hvað???

Sindri Karl Sigurðsson, 2.5.2015 kl. 17:53

16 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Benedikt ég vissi ekki af þessu en einhvernveginn finnst mér að þetta muni ekki festast í málinu, þetta er of nálægt orðinu "hjón". Þetta eru að sjálfsögðu allt saman góðlátlegar fílósófíur en samt sem áður þarf að "tækla þetta" eins og einhver sagði.

Sindri Karl Sigurðsson, 2.5.2015 kl. 18:01

17 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ég sé ekkert að því samkynhneigði fái að láni orðið hjón, þó að málfræðilega skjóti það ögn skökku við. Einn daginn dúkkar svo upp orð sem fer betur og þá fellur þessi umræða um sjálfa sig. Par dugar ekki eins vel að mínu viti, því að mér finnst orðið ekki segja nóg um sambúðarform þeirra sem giftir eru, hvort sem um er að ræða gagn -eða samkynhneigða. Ég er búin að leggja hausinn í bleyti og reyna að finna orð sem segir þetta allt, en eins og þið hin, gengur það ekkert sérlega vel ;) 

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 5.5.2015 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Karl Sigurðsson

Höfundur

Sindri Karl Sigurðsson
Sindri Karl Sigurðsson
Jafn trúaður og við hin!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • ...438_1166335
  • Veiða og sleppa hvað?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband