31.1.2014 | 22:53
Varla flókið er það?
Takið einfaldlega húsnæðið út úr verðbólgumælingunni, þetta verður varla einfalldara er það?
Húsnæðismarkaðurinn helsta ógnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
Sindri Karl Sigurðsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er svona svipað og að færa hitamælinn inn í stofu þegar frost er úti, þú þarft samt að skafa.
Vísitala neisluverðs án húsnæðis er til, hún bara nýtist engum og er hvergi notuð vegna þess að hún gefur ranga mynd af því sem vísitala neysluverðs á að mæla.
Oddur zz (IP-tala skráð) 1.2.2014 kl. 01:58
Hvernig getur húsnæði verið hluti af neyslu? Ég kaupi ekki hús á þriggjadaga fresti og reyndar gerir það ekki nokkur maður svo fremi að sá hinn sami reki fasteignasölu. Eiga þá ekki skipakaup og kaup á flugvélum og slíku að vera inni í vístiölunni einnig? Í raun allt sem keypt er og selt?
Það segir sig sjálft að slíkt hefur engan tilgang nema þá kannski helst annarlegan. Byggingarvísitala á að endurspegla byggingarkostnað og gerir það að öllum líkindum. Neysluvísitala á að endurspegla innkaup heimila, ekki fjárfestingar. Af hverju á ég að borga hærri afborganir af mínum lánum af því að 1x2 hækkuðu í síðasta mánuði? Eða af því að tóbaksgjald var hækkað.
Vísitölugleðin er að sjálfsögðu komið út í algert bull.
Sindri Karl Sigurðsson, 2.2.2014 kl. 10:23
Húsnæði er neysla hvort sem þú kaupir það á þriggja daga fresti, þriggja ára eða þrjátíu ára. Húsnæði flokkast ekki sem fjárfesting. Húsnæði er forgengileg vara sem þú kaupir og notar stöðugt (neytir stöðugt) og verður á endanum verðlaus. Bílakaup er neysla og í vísitölunni þó þú seljir hann aftur á nokkurra ára fresti. Væru skip og flugvélar almenningseignir þá kæmu þau inn í vísitöluna eins og annað sem almennur neytandi kaupir.
Það má líta þannig á vísitölutrygginguna að vegna þess að krónan er ónothæfur gjaldmiðill í lánaviðskiptum þá hafir þú fengið lánað krónugildi vörupakka. Þú fékkst sígarettupakka, lítra af bensíni, fermeter af íbúðarhúsnæði, helgarferð til Köben, lottómiða, baunadós, lambalæri og fleira. Síðan er það sá vörupakki sem þér ber að endurgreiða. Hækki vörupakkinn þá þarf fleiri krónur, lækki vörupakkinn færri krónur. Sá tími er liðinn að þú gast fengið lambahrygg lánaðan og endurgreitt með kótelettu. Eða einbýlishús og endurgreitt með lítilli blokkaríbúð.
Það gleymist oft að þegar gengið féll og verð á flestu hækkaði með tilheyrandi krónutöluhækkunum lána þá lækkaði húsnæðisverð og dró úr þeirri hækkun. Vísitala án húsnæðis hækkaði meira en með húsnæði. Einsleit vísitala með fáum vörum sveiflast meira og öfgafyllra en vísitala samsett úr mörgum ólíkum vörum.
Það virðist oft sem fólk haldi að neysluvöruvísitalan hafi verið fundin upp til að miða lán á Íslandi við. Og að okkur sé frjálst að fikta í og breyta henni eins og okkur sýnist. Staðreyndin er sú að neysluvöruvísitalan er reiknuð út frá reglum sem flestar þjóðir fylgja. Hún er eini mælikvarðinn á verðlagsþróun sem hægt er að nota til samanburðar milli ríkja. Og binding lána við hana er ekkert sér Íslenskt, í flestum ríkjum er boðið upp á þannig lán.
Oddur zz (IP-tala skráð) 2.2.2014 kl. 14:46
Önnur setning þín segir nánast allt sem segja þarf. Hvernig í ósköpunum getur einhver litið á húsnæði sem gjaldalið í bókhaldi án þess að setja hana sem eign á móti? Það er ekki eins og hún sé einskiptiskostnaður er það?
Skítt með krónuna, hún endurspeglar bara það rugl sem er í gangi, ekkert annað.
Skoðaðu grafið hjá Kristni hér: http://kristinnp.blog.is/users/f8/kristinnp/img/visitala_neysluver_s_folsk_og_rett_927455.jpg
Segðu mér síðan hvernig vísitala án húsnæðis hefur lækkað á þeim tíma sem hún HEFUR VERIÐ INNI Í VÍSITÖLUNNI ! Það eru ekki mörg ár síðan hún var sett í vísitölu þannig að fiktið sem þú talar um er hvort eð er í gangi ekki satt? Af hverju má þá ekki fikta í hina áttina?
Sindri Karl Sigurðsson, 2.2.2014 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.