Blessuð rollan

Ég hef nú aldrei skilið til hvers verið er að rækta alla þessa sinu á láglendi og aka síðan með bústofn og lifibrauð bóndans yfir allt ónotaða grasið á svæði sem á í erfiðleikum með að halda gróðri. Ekki nóg með það eitt, síðan þarf að smala þetta svæði í leit að fáeinum skjátum, í sumum tilfellum með ærnum tilkostnaði.

Auðvitað eru sumar jarðir landlitlar og því þetta fyrirkomulag nánast eina úrræðið fyrir suma til að halda bústofn en fyrr má nú öllu ofgera ef þetta er eina ráðið. 


mbl.is Ítala á Almenninga verði 130 lambær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hefurðu velt því fyrir þér af hverju íslenska lambakjötið er eins gott og raun ber vitni? það er vegna þess að sauðkindin er nánast villibráð með sinni lausagöngu um fjöll og dali.  Munurinn á henni og öðrum skjátum erlendis frá er bara þannig að í öðrum löndum flestum er kindin innmúruð á grassvæðum á túnum og þess vegna er þetta lýsisbragð og vont kjöt.  Þannig er það bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2013 kl. 22:24

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég hef fengið ágætis lambakjöt um víða veröld, rollan okkar er ekkert heilagari kú en önnur. Rétt er það að orðtakið; þú ert það sem þú étur, á oft við en ég man nú ekkert eftir því að hafa rekist á merkilegan pappír sem dæmir kjötbragð af nýslátruðu frá Suðurlandi vs. Vestfjörðum svo eitthvað sé nefnt.

Eina sem ég man eftir í þessum efnum er tilraunin með hvannabeitina.

Í orði er sagt græðum landið og á borði er sagt étum það...

Sindri Karl Sigurðsson, 21.3.2013 kl. 22:31

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Rannsóknir (tilraunir) sýna að lömb, sem ganga með mæðrum á láglendi og sérstaklega ræktarlandi eingöngu, þrífast verr en fjallalömb og fallið er um 2/3 af meðal falli. Því á athugasemd Ásthildar hér að ofan við gild rök að styðjast.   

Sigurbjörn Sveinsson, 2.4.2013 kl. 14:47

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þau eru líka fitumeiri.  Islenskt lamb sem gengur á fjöll er villibráð eins og hún gerist best.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2013 kl. 16:02

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Finnst enn fáránlegt að beita fé á landssvæði sem bera það ekki og brenna síðan grasið á láglendi í stað þess að nýta það. Það er örugglega hægt að rækta bústofn sem þrífst á láglendi með samskonar fituhlutfall og fallþyngd og heiðarlambið.

Sindri Karl Sigurðsson, 2.4.2013 kl. 17:38

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Málið er að hafa fjárræktun á svæðum sem ekki eru ofbeitt, eins og til dæmis vestfjörðum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2013 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Karl Sigurðsson

Höfundur

Sindri Karl Sigurðsson
Sindri Karl Sigurðsson
Jafn trúaður og við hin!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • ...438_1166335
  • Veiða og sleppa hvað?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband