16.1.2013 | 20:57
Draumórar Gnarrsins
Fjölga kaupmanninum á horninu...
Hvar hefur þessi maður verið? Þegar ég man eftir mér var kaupmaður á horni Barónsstígs og Njálsgötu. Reyndar horfðust þeir tveir á horn í horn.
Það mun aldrei koma aftur sama hvað Gnarrast verður. Eina sem mér dettur í hug sem gæti gengið er eitthvað í líkingu við sjoppuholuna sem sí og æ er verið að níðast á að hálfu lögreglunnar og er þarna í grendinni. Fínt að opna fyrir slíka kaupmenn í "nágreninu"........
Kaupmaðurinn á horninu komi aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sindri Karl Sigurðsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nektarstaðir komi aftur.
Nekti (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 04:38
Hvítölsáfyllingar í Stórholtinu komi aftur.
Nekti (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 04:39
Ekki draumórar,það vantar alveg alvörukjötbúð sem selurheitan mat sérstaklegaum helgar vantar þessa þjónustu,
Erlendum ferðamönnum er að fjölga og margir taka sér íbúð á leigu, einig er fæolk að vinna vaktavinnu og fólk að koma utan að landi.
Gnarrinn er á réttri leið og hefur vaxið mikið frá því að hann tók við af villa góða og fleirum.
Bernharð Hjaltalín, 17.1.2013 kl. 05:04
Bernharð þá er bara fyrir þig að taka srætó í kjötbúðina þína ef hún er ekki í þínu hverfi....
Hvort skildi það skipta fólkið meira máli að hafa heilbrigðisþjónustuna góða og skólaumhverfið í lagi eða kjötbúð í hverju hverfi...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.1.2013 kl. 07:49
Það er ástæða fyrir því að kaupmaðurinn á horninu hvarf, fólk valdi að versla ekki hjá honum.
Gulli (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 08:55
Sælt veri fólkið.
Ég skil nú ekki þá hagfræði að kaupmaðurinn á horninu eigi að þrífast fyrir tilstuðlan ferðamanna í göngutúrum og að skósmiðir eigi að vera á hinu horninu til að gera við göngulúna skó ferðalanga. Það hlýtur hver heilvita maður að sjá í gegnum þessa vitleysu.
Sindri Karl Sigurðsson, 17.1.2013 kl. 08:57
Grafarvogurinn var allur byggður með kaupmanninn á horninu í huga. En þær búðir þrifust ekki lengi. Núna eru þessir kjarnar notaðir í annað frumlegra. Ég held að það sé það sem vannti í Gnarrinn nú til dags.
Siggi67 (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 14:09
Ég versla þar sem er ódýrast (hagkvæmast), en versla þó ekki við glæpamenn.
Óli (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 18:23
ég býð ekki í það ef þessi maður færi á þing. Afturhaldsstefnan mætt í allri sinni mynd. Hvernig er þetta í Danmörku þar sem matvöruverslunum var bannað að vera yfir ákveðinni stærð. Þessar reglur voru settar til að bjarga lífi kaupmannsins á horninu og efla verslun í hverfinu. Niðurstaðan varð sú að þetta bitnaði á neytendum fyrst og fremst með hærra vöruverði og sumir þurfa að fara langa leið til að komast í almennilegan stórmarkað. Heilu byggðarlöginn eru án stórmarkaðar því þeir meiga ekki opna þar. Fólk verður að láta sér nægja krambúðir eins og Aldi.
Einu stórmarkaðirnir sem eru í Danmörku eru þeir sem voru til staðar fyrir lögin.
The Critic, 17.1.2013 kl. 22:12
Sæl öll.
Já ég sé að það eru nokkuð margir skriffærir sem sjá það sama og ég. Það er gott að vera ekki einn að byrgja þetta inni í sér en auðvitað er staðan þannig að hærra vöruverð hjá kaupmanninum á horninu gefur þau skilaboð til okkar neytenda að betra sé að eyða 15 mínútum í "kaupstaðarferð". Fá meira fyrir peninginn. Um það snýst málið.
Sindri Karl Sigurðsson, 19.1.2013 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.