Draumórar Gnarrsins

Fjölga kaupmanninum á horninu...

Hvar hefur þessi maður verið? Þegar ég man eftir mér var kaupmaður á horni Barónsstígs og Njálsgötu. Reyndar horfðust þeir tveir á horn í horn.

Það mun aldrei koma aftur sama hvað Gnarrast verður. Eina sem mér dettur í hug sem gæti gengið er eitthvað í líkingu við sjoppuholuna sem sí og æ er verið að níðast á að hálfu lögreglunnar og er þarna í grendinni. Fínt að opna fyrir slíka kaupmenn í "nágreninu"........


mbl.is Kaupmaðurinn á horninu komi aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nektarstaðir komi aftur.  

Nekti (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 04:38

2 identicon

Hvítölsáfyllingar í Stórholtinu komi aftur.

Nekti (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 04:39

3 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Ekki draumórar,það vantar alveg alvörukjötbúð sem selurheitan mat sérstaklegaum helgar vantar þessa þjónustu,

Erlendum ferðamönnum er að fjölga og margir taka sér íbúð á leigu, einig er fæolk að vinna vaktavinnu og fólk að koma utan að landi.

Gnarrinn er á réttri leið og hefur vaxið mikið frá því að hann tók við af villa góða og fleirum.

Bernharð Hjaltalín, 17.1.2013 kl. 05:04

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Bernharð þá er bara fyrir þig að taka srætó í kjötbúðina þína ef hún er ekki í þínu hverfi....

Hvort skildi það skipta fólkið meira máli að hafa heilbrigðisþjónustuna góða og skólaumhverfið í lagi eða kjötbúð í hverju hverfi...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.1.2013 kl. 07:49

5 identicon

Það er ástæða fyrir því að kaupmaðurinn á horninu hvarf, fólk valdi að versla ekki hjá honum.

Gulli (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 08:55

6 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sælt veri fólkið.

Ég skil nú ekki þá hagfræði að kaupmaðurinn á horninu eigi að þrífast fyrir tilstuðlan ferðamanna í göngutúrum og að skósmiðir eigi að vera á hinu horninu til að gera við göngulúna skó ferðalanga. Það hlýtur hver heilvita maður að sjá í gegnum þessa vitleysu.

Sindri Karl Sigurðsson, 17.1.2013 kl. 08:57

7 identicon

Grafarvogurinn var allur byggður með kaupmanninn á horninu í huga. En þær búðir þrifust ekki lengi. Núna eru þessir kjarnar notaðir í annað frumlegra. Ég held að það sé það sem vannti í Gnarrinn nú til dags.

Siggi67 (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 14:09

8 identicon

Ég versla þar sem er ódýrast (hagkvæmast), en versla þó ekki við glæpamenn.

Óli (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 18:23

9 Smámynd: The Critic

ég býð ekki í það ef þessi maður færi á þing. Afturhaldsstefnan mætt í allri sinni mynd. Hvernig er þetta í Danmörku þar sem matvöruverslunum var bannað að vera yfir ákveðinni stærð. Þessar reglur voru settar til að bjarga lífi kaupmannsins á horninu og efla verslun í hverfinu. Niðurstaðan varð sú að þetta bitnaði á neytendum fyrst og fremst með hærra vöruverði og sumir þurfa að fara langa leið til að komast í almennilegan stórmarkað. Heilu byggðarlöginn eru án stórmarkaðar því þeir meiga ekki opna þar.  Fólk verður að láta sér nægja krambúðir eins og Aldi.
Einu stórmarkaðirnir sem eru í Danmörku eru þeir sem voru til staðar fyrir lögin.

The Critic, 17.1.2013 kl. 22:12

10 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sæl öll.

Já ég sé að það eru nokkuð margir skriffærir sem sjá það sama og ég. Það er gott að vera ekki einn að byrgja þetta inni í sér en auðvitað er staðan þannig að hærra vöruverð hjá kaupmanninum á horninu gefur þau skilaboð til okkar neytenda að betra sé að eyða 15 mínútum í "kaupstaðarferð". Fá meira fyrir peninginn. Um það snýst málið.

Sindri Karl Sigurðsson, 19.1.2013 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Karl Sigurðsson

Höfundur

Sindri Karl Sigurðsson
Sindri Karl Sigurðsson
Jafn trúaður og við hin!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • ...438_1166335
  • Veiða og sleppa hvað?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband