16.6.2012 | 00:43
Hvert er eðli veiðigjalda?
Ef leggja á gjald á auðlind sem er takmörkuð, líkt og fiskikálgarðinn, þá hljóta allir sem vilja í honum fiska þurfa að greiða sama gjaldið ekki satt?
Auðlindagjöld eru ekki hugsaðir sem skattar, þau eru hugsuð sem sía, þannig að þeir sem geta ekki gert út á hagkvæmasta hátt hafi ekki efni á því að spila með. Með öðrum orðum auðlindagjald er til þess fallið að hámarka arð þeirrar auðlindar sem gjaldið er greitt af.
Þetta veit Jón Bjarnason, Steingrímur og kannski Jóhanna.
Kvótakerfið og módelið sem fylgir því er meira og minna hannað af Rögnvaldi Hannessyni prófessor í Bergen. Hann hefur ekki, svo ég viti til, verið að trana sér fram í umræðunni. Kannski er kominn tími til að hann upplýsi fólk um hvað málið snýst. Ég lái honum ekki að sitja heima í Norge, sem fastast.
Hin þrjú eru annaðhvort búin að gleyma þessu, eða vilja ekki lengur vita þessa staðreynd vegna þess að það hentar ekki lengur.
Stjórnin ber ábyrgð á stöðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Sindri Karl Sigurðsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það á að berja hvatan úr einstaklingnum til þess að vera duglegur og ábyrgur....
Þau kunna svo sannarlega að sína hvernig það er gert og mér finnst þau láta eins og þetta séu vinsælustu störfin í Landinu sem allir vilja vinna við....
Það er ekki eins og það hafi alltaf verið auðvelt að fá mannskap á sjóinn og var sjómannaafslátturinn settur á vegna þess að mig minnir á sínum tíma það er til þess að fá mannskap frekar að þessum störfum...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.6.2012 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.