22.2.2012 | 18:00
Stjórnarskráin og lýðræðið
Það hlýtur að vera Alþingis að taka ákvörðun um hvað gera skuli við hugmyndir stjórnlagaráðs/þings. Nú hefur alltaf legið fyrir að á Alþingi er lítill stuðningur við breytingu á stjórnarskránni og sést það best á því að nú veit enginn hvað á að gera við það inni í þinginu.
Það væri alveg eftir þessari vesælu stjórn að leggja fram í þjóðaratkvæði nýja stjórnarskrá, bara til að þurfa ekki að taka ákvörðun sjálf í þessu máli.
Þetta leiðir mann að kjarna málsins því það má alveg segja að stjórnarsáttmálinn sé í rauninni lítið plagg fullt af stórum reyk-sprengjum sem henda má út í þjóðfélagið til að fela hluti fyrir lýðnum.
Það hefur tekist bærilega að kasta þessum bombum hér og þar en vandamálið kemur alltaf í ljós aftur þegar reykurinn fer.
Stjórnlagaráð er ekkert annað en reykur frá einni slíkri og nú þegar það er farið að glitta í gegn þá er spurning hvort frú Hexía eigi eina Kröflusprengju enn í skjóðunni til að fela sig á bakvið.
Þetta eru forkastanleg vinnubrögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sindri Karl Sigurðsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.