Veiðigjald=nýr skattur

Af hverju er ekki hægt að láta rentuna renna til almennings í landinu? Á ekki rentan af auðlindum þjóðarinnar að renna til hennar? Ekki er ríkið þjóðin er það?

Það er ekkert mál að útfæra slíkt, án nýrra stofnanna og tilheyrandi fjárausturs, ef menn vilja. Vandamálið er að þar er enginn vilji til þess, þá er nefnilega búið að kippa úr sambandi "ríkinu" og þeirra sem getað bitlað aurum í hitt og þetta, flest misviturt.


mbl.is 40% af veiðigjaldi til sveitarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Rentan myndi renna til þjóðarinnar þó nánast ekkert veiðigjald væri innheimt, útgerðin gæti þá ráðið til sín fleira fólk eða borgað hærri laun og ráðist í arðbærar fjárfestingar. Hún myndi einnig borga sinn tekjuskatt áfram. Af hverju á ríkið að vera að hirða fé af einstaklingum og fyrirtækjum? Veit ríkið betur en fyrrnefndir aðilar hvað á að gera við þetta fé? Dæmin sýna glögglega að svo er ekki.

Opinberir aðilar sólunda alltaf því fé sem þeir hafa af almenningi. Harpan er gott dæmi. Ég vil ekki borga fyrir kyngreiningu fjárlaga eða nám annarra í kynjafræðum. Opinberir starfsmenn fara í fjöldann allan af ferðum til útlanda á dagpeningum á okkar kostnað. Hér þarf að spara. Alþingismennirnir okkar alltof mörgu eru með 77 aðstoðarmenn sem þeir hafa ekkert með að gera ef þeir kynnu sitt fag. Ég vil heldur ekki borga fyrir alla þessa hagfræðinga í Seðlabankanum, þeir eru 40 eftir því sem ég best veit - þeim tókst að komast að tómri dellu í sambandi við Icesave. Ég vil heldur ekki borga fyrir þetta alltof stóra FME sem getur ekki farið að lögum sem gilda.

Segja þarf upp þúsundum opinberra starsmanna og lækka skatta verulega, þá tæki atvinnulífið góðan kipp. Það besta er að við höfum dæmi úr sögunni sem sanna að svona aðgerðir myndu virka.

Helgi (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 21:17

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sæll Helgi.

Algjörlega sammála þér en ef þetta veiðigjald er eitthvað sem gæti náðst sátt um, þannig að útvegurinn fengi að vera í friði fyrir afskiptum poppúlista, þá er það örugglega betra en það sem fram hefur farið undanfarin ár.

Þegar kvótakerfið var hugsað á sínum tíma þá var ávallt gert ráð fyrir því að hámarksnýting auðlindarinnar myndi ekki nást fyrr en búið væri að setja veiðigjald á greinina. Það þýðir að hagkvæmni greinarinnar eykst, á kostnað þeirra sem berjast í bökkum og geta ekki rekið sig á hagkvæmasta hátt. Jafnframt þýðir það að framsalið verður að vera frjálst og allir og þá meina ég allir, séu undir sama kerfi.

Ég á nú eftir að sjá hvernig bitlingar stjórnvalda koma til með að fetta þetta og bretta, að óbreyttu verður þetta gjald ekkert annað en eitt bullið í viðbót.

Sindri Karl Sigurðsson, 26.11.2011 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Karl Sigurðsson

Höfundur

Sindri Karl Sigurðsson
Sindri Karl Sigurðsson
Jafn trúaður og við hin!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • ...438_1166335
  • Veiða og sleppa hvað?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband