Skemmtinefndin

Hef nú ekki skipt mér af þegar verið er að leyfa hin og þessi nöfn, eða ónöfn, sem hægt er að beygja í öllum föllum skv. hinu allra heilaga kveri mannanafnanefndar.

Þetta finnst mér aumt. Að hundgamalt íslenskt nafn sem er virðulegt og hefur skírskotun í Snorra Eddu, ef það er ekki of langt síðan ég las þá góðu bók til að sleppa án tilvitnunar, skuli vera bannað á Íslandi.

Skora á þessa nefnd að endurskoða fyrri niðurstöðu.


mbl.is Hávarr ekki á mannanafnaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lastu ekki fréttina? Það má alveg heita Hávar en það var ekki leyft að skrifa það á einhvern hjákátlegan hátt sem tíðkaðist fyrir milljón árum en engum hefur dottið í hug að nota nýlega.

Það er bara hrokafullt að vilja hafa óhefðbundinn rithátt til að einhvernvegin standa útúr þvögunni. Nafnið er ekkert minna virðulegt ef það er skrifað á hefðbundinn hátt.

Halldór (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 01:52

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Að sjálfsögðu er hluti af málinu að fá að skrifa nafnið sitt eins og það er. Eitt err eða ekki, það er ekkert hrokafullt við það.

Þessi nöfn eru leyfð: Hnikarr, Heiðarr, Sævarr og Ísarr

En að leyfa nöfn eins og Spói, Keran, Mikkel (sem með sömu rökum mætti segja að leyft væri að heita Nikkel), eru ekki mannanöfn.

Það er ruglið, ekki hvort eitt eða tvö err eru notuð í eignarfalli.

Sindri Karl Sigurðsson, 22.1.2010 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Karl Sigurðsson

Höfundur

Sindri Karl Sigurðsson
Sindri Karl Sigurðsson
Jafn trúaður og við hin!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • ...438_1166335
  • Veiða og sleppa hvað?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband