Að fá í hnakkann

Ég hef fylgst með fiskirækt í nokkuð marga áratugi, verið partur af henni og nýtt hana til veiði og tekjuöflunar. Nú ber svo við að veiðiréttaeigendur eru farnir að sverja af sér, að hentugleika, uppeldi og afhendingar á seiðum til sleppingar í ám og vötnum. Að sögn hefur núverandi forstjóri Haf og vatn sagt að lífslíkur þessara seiða sem sleppt var í denn, væru mjög takmarkaðar vegna rangra aðfara við þær.

Ef grafið er djúpt í skýrslur, sem eiga að vera aðgengilegar inni á Haf og vatn en geta tæpast talist vera svo. Sést hvernig haldið er utan um sleppingar á laxaseiðum og sjóbirtingi í fallvötn frá því á 7unda áratugnum fram í þann 9unda, eða um 30 ára skeið.

Þar kemur margt fróðlegt fram sem ég hvet þá sem lítið vita um málið að lesa. Orð forstjóra Hafs og vatns eru innihaldslaus að því marki að í mjög mörgum tilvikum var staðið eins vel að þessum sleppingum og best er gert í dag. Ég er til vitnis ef svo ber undir.

Síðustu árin er auðvelt að benda á tvær ár þar sem ekki síður vafasamt á sér stað gagnvart inngripi í náttúruna en eldi á norskum laxi (sem nb. hefur átt sér stað síðan Ísnó var með klak og hrognaframleiðslu á norskum laxi í Kelduhverfi

Ein þessara áa er Selá í Vopnafirði en þar er búið að opna fyrir laxagengd og sleppa seiðum á vatnasvæði urriða sem hefur að öllum líkindum (hef ekki séð neina rannsókn þar um, enda ekkert umhverfismat þarft) er búinn að búa þar í árþúsundir. Enginn kvartar undan því, spyr spurninga eða ber tilfinningar sínar á torg, líkt og framsetning veiðiréttahafa byggir á.

Hin áin er Jökla, þar eru bleikjustofnar og hafa alltaf verið. En skítt með það.

Málstað að verja? Hvaða málstað hafa veiðifélögin að verja?


mbl.is Telja fiskrækt í ám og eftirlit í ólestri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. febrúar 2019

Um bloggið

Sindri Karl Sigurðsson

Höfundur

Sindri Karl Sigurðsson
Sindri Karl Sigurðsson
Jafn trúaður og við hin!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • ...438_1166335
  • Veiða og sleppa hvað?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 27605

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband