Færsluflokkur: Menntun og skóli

Kerfið etur börnin sín

Í hvaða vegferð eru þeir sem eiga að sjá um og sýsla með menntamál á Íslandi? Hvernig stendur á því að sett eru lög og reglugerðir um starfsemi skóla og þær einfaldlega sniðnar að einhverju allt öðru en neytandanum?

Vinnutíma kennara, viðverutíma kennara, endurmenntun kennara...

Það er verið að rembast við að stytta skólagöngu og gera hana líka því sem er í nágrannalöndunum og hvað? Ekki standa nemendur í vegi fyrir því er það? Foreldrar? Sveitastjórnarmenn? Hverjir eru eftir?

Týpískt að kerfið geti sí svona fært til samræmd próf á milli skólastiga, lokað fyrir niðurstöður prófa þegar hentar, sbr. Pisa og ég veit eiginlega ekki hvar þetta bull endar allt saman.

Einar er alveg með púlsinn á þessu. 


mbl.is Prófin fyrir kerfið ekki nemendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamalt og nýtt

Þetta styður mína eldhúsumræðu varðandi það að það sé vænlegast að spóla svona eins og 30 - 40 ár aftur á bak þegar kemur að kennsluháttum og aðferðum við kennslu yngstu barnanna.

Hin leiðin er að hætta að kenna þessar greinar og snúa sér að kennslu í einhverju öðru.... Einn galli við það er að heilt stjórnvald leitaði þessu "öðru" í nokkur ár og fann ekkert. Ég reikna því með að þetta annað sé ekki til og eða ekki þess virði að finna það.

Þessi tilraun á heilli kynslóð barna, þar sem hugmyndin er að þau eigi að finna það upp sjálf hvernig leysa á stærðfræðidæmi og þess háttar kennsluaðferðir, er fullreynd og reyndar með algeru gjaldþroti. Þolandinn er ekki kennarastéttin heldur börnin og þeirra tækifæri í framtíðinni.


mbl.is Lestur á gömlum grunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Get ekki verið meira sammála

Eftir alla réttinda og kjarabaráttu kennara síðustu 20 árin koma börn okkar ólæs og óskrifandi úr skóla....

 

Hvað á maður nú eiginlega að halda um baráttumál og komandi kjarasamninga kennarastéttarinnar, eftir svona gólftusku????

Það má eitt segja um þetta mál:   HNEISA !!!!


mbl.is „Þetta eru hræðilegar niðurstöður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skólar



Ég minnist þess að þegar ég var í GG í gamladaga var hægt að taka nokkur fög á framhaldsskólastigi í gaggó. Á svipuðum tíma var verið að reyna, með stofnun fjölbrautaskóla, að brjóta upp fastmótað bóknám og búa til menntaleið sem átti að bjóða upp á blöndu af iðnskóla og menntaskóla.

Í stuttumáli þá gekk það ekki alveg eftir og í dag eru fjölbrautaskólarnir menntaskólar og iðnskólar fjölbrautaskólar, að sjálfsögðu frá mínum bæjardyrum séð.

Það er miður, því að bóknám er hægt að stunda heima í stofu en verknám ekki.

Persónulega get ég ekki begint það að lenging skólaársins sé að gera nokkuð annað en að búa til ákveðið uppþot í skólastarfi, ég mæli hiklaust með því að taka þá samlíkingu að þjálfa hund og kenna barni. Það er ekki hægt að þjálfa upp góðan hund með því að nota sömu kennsluaðferðir og notaðar eru í grunnskólum  í dag! Þú segir ekki hundi að þetta má í dag og annað á morgun og færð út úr því vel mótaðan "einstakling".

Það að fela kjör kennara með þeirri aðgerð að lengja skólaárið og búa til hina ýmsu þemadaga, vetrarfrí osfrv. (sem reyndar eru vikur þegar allt er talið saman), þar sem eiginlegt nám fer ekki fram, er óásættanlegt. Bæði fyrir heimili og ekki síst ómótaða einstaklinga.

Varðandi einsetningu skóla og þau rök sem notuð eru og hljóma á þá leið að; foreldrar séu að vinna úti og að skólar séu nokkurskonar geymslustofnun fyrir börn, eru hjákátleg. Foreldrar verða einfaldlega að leysa úr þeirri flækju, ef þau líta á þetta sem eitthvað vandamál, ekki skólarnir.

Það er margt fleira í mínum brunni og það fær að bíða um sinn en það er alveg ljóst að okkar skólakerfi var breytt upp úr árunum 1990 algerlega að óþörfu og reyndar, að mínu mati, til hins verra. Menn eiga annað hvort að fara alla leið og stytta skólaárið, eins og tilefnið var með kjarasamingnum kennara á sínum tíma, eða fara aftur í gamla kerfið.

Þetta sem er í gangi núna er ekki að skila okkar börnum í gegnum námið á ásættanlegan hátt.

Um bloggið

Sindri Karl Sigurðsson

Höfundur

Sindri Karl Sigurðsson
Sindri Karl Sigurðsson
Jafn trúaður og við hin!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • ...438_1166335
  • Veiða og sleppa hvað?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 27850

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband