Færsluflokkur: Menntun og skóli
1.3.2017 | 18:41
Kerfið etur börnin sín
Í hvaða vegferð eru þeir sem eiga að sjá um og sýsla með menntamál á Íslandi? Hvernig stendur á því að sett eru lög og reglugerðir um starfsemi skóla og þær einfaldlega sniðnar að einhverju allt öðru en neytandanum?
Vinnutíma kennara, viðverutíma kennara, endurmenntun kennara...
Það er verið að rembast við að stytta skólagöngu og gera hana líka því sem er í nágrannalöndunum og hvað? Ekki standa nemendur í vegi fyrir því er það? Foreldrar? Sveitastjórnarmenn? Hverjir eru eftir?
Týpískt að kerfið geti sí svona fært til samræmd próf á milli skólastiga, lokað fyrir niðurstöður prófa þegar hentar, sbr. Pisa og ég veit eiginlega ekki hvar þetta bull endar allt saman.
Einar er alveg með púlsinn á þessu.
Prófin fyrir kerfið ekki nemendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.12.2013 | 13:46
Gamalt og nýtt
Þetta styður mína eldhúsumræðu varðandi það að það sé vænlegast að spóla svona eins og 30 - 40 ár aftur á bak þegar kemur að kennsluháttum og aðferðum við kennslu yngstu barnanna.
Hin leiðin er að hætta að kenna þessar greinar og snúa sér að kennslu í einhverju öðru.... Einn galli við það er að heilt stjórnvald leitaði þessu "öðru" í nokkur ár og fann ekkert. Ég reikna því með að þetta annað sé ekki til og eða ekki þess virði að finna það.
Þessi tilraun á heilli kynslóð barna, þar sem hugmyndin er að þau eigi að finna það upp sjálf hvernig leysa á stærðfræðidæmi og þess háttar kennsluaðferðir, er fullreynd og reyndar með algeru gjaldþroti. Þolandinn er ekki kennarastéttin heldur börnin og þeirra tækifæri í framtíðinni.
Lestur á gömlum grunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2013 | 23:45
Get ekki verið meira sammála
Eftir alla réttinda og kjarabaráttu kennara síðustu 20 árin koma börn okkar ólæs og óskrifandi úr skóla....
Hvað á maður nú eiginlega að halda um baráttumál og komandi kjarasamninga kennarastéttarinnar, eftir svona gólftusku????
Það má eitt segja um þetta mál: HNEISA !!!!
Þetta eru hræðilegar niðurstöður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2013 | 22:59
Skólar
Um bloggið
Sindri Karl Sigurðsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 27850
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar