Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Hvert er eðli veiðigjalda?

Ef leggja á gjald á auðlind sem er takmörkuð, líkt og fiskikálgarðinn, þá hljóta allir sem vilja í honum fiska þurfa að greiða sama gjaldið ekki satt?

Auðlindagjöld eru ekki hugsaðir sem skattar, þau eru hugsuð sem sía, þannig að þeir sem geta ekki gert út á hagkvæmasta hátt hafi ekki efni á því að spila með. Með öðrum orðum auðlindagjald er til þess fallið að hámarka arð þeirrar auðlindar sem gjaldið er greitt af.

Þetta veit Jón Bjarnason, Steingrímur og kannski Jóhanna.

Kvótakerfið og módelið sem fylgir því er meira og minna hannað af Rögnvaldi Hannessyni prófessor í Bergen. Hann hefur ekki, svo ég viti til, verið að trana sér fram í umræðunni. Kannski er kominn tími til að hann upplýsi fólk um hvað málið snýst. Ég lái honum ekki að sitja heima í Norge, sem fastast.

Hin þrjú eru annaðhvort búin að gleyma þessu, eða vilja ekki lengur vita þessa staðreynd vegna þess að það hentar ekki lengur.

 


mbl.is Stjórnin ber ábyrgð á stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantraust þjóðarinnar á ríkisstjórnina

Er það ekki málið?

Þjóðin treystir ekki núverandi ríkisstjórn og því vill hún hafa einhvern í forsetaembættinu sem veit hvað hún er að hugsa og veit hvernig á að tækla ruglið sem er í gangi?

Kv.


mbl.is Ólafur Ragnar með 58%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fingraförin tala sínu máli

Nú er það loks komið á prent hverjir settu fingraför sín á þetta úthrópaða frumvarp sem ætlunin er að keyra í gegnum Alþingi, með góðu eða illu.

Ég reikna með að annar af hinum tveimur ónefndu sé Þórólfur nokkur, vinsamlega leiðréttið ef ég fer rangt með, vill síður bæta fleiri ósköpnuðum á herðar hans.

Það er nóg fyrir mig að sjá nafn Indriða Þorlákssonar ICESAVE hugsuðar á prenti til að sannfærast um að betra sé að fara og kaupa sér skeinipappír en að nota frumvarpið, þó um hallæri væri að ræða.


mbl.is Örvar Guðni: Útreikningurinn ofmetur auðlindarentuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiðigjald=nýr skattur

Af hverju er ekki hægt að láta rentuna renna til almennings í landinu? Á ekki rentan af auðlindum þjóðarinnar að renna til hennar? Ekki er ríkið þjóðin er það?

Það er ekkert mál að útfæra slíkt, án nýrra stofnanna og tilheyrandi fjárausturs, ef menn vilja. Vandamálið er að þar er enginn vilji til þess, þá er nefnilega búið að kippa úr sambandi "ríkinu" og þeirra sem getað bitlað aurum í hitt og þetta, flest misviturt.


mbl.is 40% af veiðigjaldi til sveitarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullgæsin

Það ríður fátt við einteiming þessi misserin, núna er Landhelgisgæslan kominn í hóp málaliða sem gerður er út af Innanríkisráðuneytinu. Af þeim sama manni sem röflaði hvað hæst um herbröltið í Birni Bjarna um árið. Sagt er að skrattinn hitti ömmu sína annað veifið. Það kemur vel á vondan að búið sé að gera ömmuna karllæga með lögum frá Alþingi, en með því er tryggt að Ömmi komist í hlutverkið.

 


mbl.is Gæsluvélin til Senegals
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er hægt að nálgast þessa greinagerð?

Ekki er hún inni á Stjórnarráðsvefnum, þrátt fyrir að hún virðist hafa komið við þar í einhvern tíma.

stjr


mbl.is „Ekki lagt á herðar einnar atvinnugreinar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttamenn eru...

Hvernig væri að bera saman epil og epli? Innanlandsflug 2007 var frá hvaða stað, og til hvaða? Þessi frétt er ekkert annað en útdráttur úr ferðadagbókum flugfélaganna

Hvernig væri að í fyrsta lagi að lesa skýrsluna og spyrja út í það sem þar stendur? Margt þarna gæti mögulega verið frétta efni, ef það er lesið með skilningi...


mbl.is Utanlandsferðir aftur inn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta virkilega svona?

Eftir að ég las greinina í mogganum eftir Sigurjón Þórðarsson, þá hef ég mínar efasemdir um að sagt sé kórrétt frá.

Eftir þá grein finnst mér við hæfi að spurt sé um þá hluti sem þar koma fram og fá á hreint hvaða tölur verið er að bera á torg.


mbl.is Starfsmönnum fækkaði um 627
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sindri Karl Sigurðsson

Höfundur

Sindri Karl Sigurðsson
Sindri Karl Sigurðsson
Jafn trúaður og við hin!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • ...438_1166335
  • Veiða og sleppa hvað?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 27591

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband