Stjórnarskráin og lýðræðið

Það hlýtur að vera Alþingis að taka ákvörðun um hvað gera skuli við hugmyndir stjórnlagaráðs/þings. Nú hefur alltaf legið fyrir að á Alþingi er lítill stuðningur við breytingu á stjórnarskránni og sést það best á því að nú veit enginn hvað á að gera við það inni í þinginu.

Það væri alveg eftir þessari vesælu stjórn að leggja fram í þjóðaratkvæði nýja stjórnarskrá, bara til að þurfa ekki að taka ákvörðun sjálf í þessu máli.

Þetta leiðir mann að kjarna málsins því það má alveg segja að stjórnarsáttmálinn sé í rauninni lítið plagg fullt af stórum reyk-sprengjum sem henda má út í þjóðfélagið til að fela hluti fyrir lýðnum.

Það hefur tekist bærilega að kasta þessum bombum hér og þar en vandamálið kemur alltaf í ljós aftur þegar reykurinn fer.

Stjórnlagaráð er ekkert annað en reykur frá einni slíkri og nú þegar það er farið að glitta í gegn þá er spurning hvort frú Hexía eigi eina Kröflusprengju enn í skjóðunni til að fela sig á bakvið.


mbl.is „Þetta eru forkastanleg vinnubrögð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Karl Sigurðsson

Höfundur

Sindri Karl Sigurðsson
Sindri Karl Sigurðsson
Jafn trúaður og við hin!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • ...438_1166335
  • Veiða og sleppa hvað?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 27597

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband