Íslenskan enn og aftur

Mér finnst þetta ekki sæma hinu ylhýra máli.

 http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/12/01/thyrfti_jafnvel_fjora_flokka/

"Fengju samanlagt 45,8% fylgi

Ef miðað er við þjóðarpúls Capacent Gallup nú fengju Samfylkingin, VG og Framsóknarflokkurinn þannig samanlagt 45,8% fylgi ef vilji væri fyrir því að mynda slíka ríkisstjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Slík ríkisstjórn gæti þó hugsanlega fengið meirihluta á þingi ef nógu mörg atkvæði dyttu dauð niður vegna þess að minni framboð næðu ekki 5% lágmarkinu og því enga þingmenn.

Hins vegar gæti slík ríkisstjórn haft mjög nauman meirihluta og verið þannig bæði mjög brothætt samstarf í ljósi þess sem og fjölda flokka svo ekki sé minnst á mögulegan málefnaágreining. "

Auðvitað eru þetta hártoganir en af hverju er ekki "gæti" í síðari greinaskilinunum skipt út fyrir söginini að muna, þannig að í orðanna hljóðann yrði þetta þannig: "Hins vegar myndi slík ríkisstjórn ..."

Það er búið að tala um möguleikana í fyrri greinaskilunum, restin hlýtur að vera tengd aðalatriðum og þarfnast vart tvítalniningar.


mbl.is Þyrfti jafnvel fjóra flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt athugað, Sindri Karl. Hins vegar heitir sögnin að munu í nafnhætti. Sögnin að muna beygist öðruvísi og hefur aðra merkingu, eins og við vitum. Kær kveðja, Þorgils Hlynur.

Þorgils Hlynur Þorbergsson (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 10:10

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þakka ábendinguna Þorgils. Það væri betur ef sá sem á textann tæki þetta til sín, svo að viðvaningur eins og ég sé ekki að fetta fingur út í smáatriðin og kominn á hálan ís.

Sindri Karl Sigurðsson, 2.12.2012 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Karl Sigurðsson

Höfundur

Sindri Karl Sigurðsson
Sindri Karl Sigurðsson
Jafn trúaður og við hin!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • ...438_1166335
  • Veiða og sleppa hvað?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 27570

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband