Bitlingar og stofnanir hins opinbera

Hið opinbera býr til stofnanir hér og þar. Þær fá lögbundið hlutverk eins og kveðið er á um í lögum. Ríkið á að sjá þeim fyrir rekstrarfé og þar með hlýtur það jafnframt að eiga að sjá til þess að viðkomandi stofnun geti sinnt sínu hlutverki.

En svo er nú ekki, flott að setja stofnun hér og aðra þar. Opinber störf um landið eru af hinu góða, ef þau hafa einhvern tilgang annan en þann að skapa störf. Störf hjá hinu opinbera eru nefnilega oft á tíðum ekki sköpuð um nokkuð sérstakt, það verður bara sérstakt þegar starfsmenn berjast fyrir tilverurétti stofnunarinnar og þar með sinnar vinnu.

Í þessu tilfelli, sem um er skrifað, eiga landeigendur viðkomandi túristastaði. Landeigendur eru orðnir þreyttir á aðgerðaleysi stofunnar sem viðkomandi málaflokkur er undir og ákveða að gera þessa hluti sjálfir.

Þá hlýtur að sjálfsögðu að vera eðlilegt að heimta gjald fyrir, enda eiga þeir svæðið, bera ákveðna ábyrgð á því og þurfa að borga sína fjárfestingu.

Hvaða áhyggjur hefur þá þetta fólk sem situr í stofunni? Það getur setið þar áfram, með augljósan tilgang.


mbl.is Stjórnvöld sjái um gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Öllum er heimil för um landið án þess að þurfa greiða aðgangsgjald og gildir þá einu hvort landið er í einkaeign eða ekki. Ef hins vegar gerð eru einhvers konar mannvirki til að hafa not af landinu er heimilt að krefjast endurgjalds fyrir þau afnot. En lög tryggja öllum rétt til fótgangandi umferðar um landið og vötn þess. T.d. er öllum heimilt að fara á báti um vötn án þess að spyrja leyfis hvort sem viðkomandi vatn eða á er í einkaeign eða ekki. Að sjálfsögðu er þessi heimild háð því að umferð viðkomandi valdi ekki truflun á t.d. búskap eða skemmdum á landi eða mannvirkjum. Ef menn ætla að fara að taka gjald af fólki fyrir að fara um landareignir verður einfaldlega að breyta lögum. Þangað til er ekki hægt að krefja fólk um gjald.

corvus corax, 15.5.2013 kl. 20:42

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Já það er alveg klárt að öllum er heimil för um landið, gangandi hvar sem er og akandi á slóðum sem ekki eru í einkaeigu. Í margar aldir mátti eiga náttstað hvar sem er, í túni bónda ef út í það er farið. Einhverju skrítnu fólki datt síðan í hug að það væri bannað nema þar sem það er leyft.

Hvað um það, á slík ólög er ekki hlustað og tekið mark á.

Í þessu tilfelli er sagt þannig frá að ætlunin sé að gera svæðið aðgengilgra með stígum og setja upp salernisaðstöðu m.m. Fólk í vinnu hjá hinu opinbera kvartar yfir því, vegna peningaleysis.

Ég sé einfaldlega ekkert að því að innheimta gjald fyrir aðstöðu sem er í einkaeigu og á eignarlandi. Það að við sem Íslendingar getum þá ekki lengur skoðað okkur um nema með því að greiða gjald, þá það. Það er borgað við heimreiðina út í Höfða í/á Mývatni og eingöngu gangandi umferð leyfð.

Sindri Karl Sigurðsson, 15.5.2013 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Karl Sigurðsson

Höfundur

Sindri Karl Sigurðsson
Sindri Karl Sigurðsson
Jafn trúaður og við hin!
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • Veitt og sleppt: Mesta auraþúfa stangveiðinnar
  • ...438_1166335
  • Veiða og sleppa hvað?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 27261

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband